SPRON svikamyllan

Enn og aftur berast fréttir af misjöfnum fjármálagerningum hjá fyrrum stjórnendum SPRON.  Skv. fréttum á Guðmundur Hauksson að hafa tælt Sólveigu Pétursdóttur til að kaupa stofnfjárbréf í opna glugganum, rétt fyrir hrun.  Og taldi það "góðan fjárfestingarkost" !!  Og svo kemur í ljós að seljandinn var enginn annar en eiginkona Guðmundar !!!

Flokkast þetta ekki beinlínis undir rán um hábjartan dag ???

Nú spyr ég:  Hvenær verða eignir þessara fyrrum stjórnenda SPRON kyrrsettar á sama hátt og eignir Baldurs Guðlaugssonar ??  Er fjármálaeftirlitið að rannsaka þessa svikamyllu sem greinilega er eitt allsherjar plott SPRON manna og KAUPÞINGS ??

Að maður skuli hafa átt farsæl viðskipti við SPRON í 25 ár og þurfa síðan að kyngja þessum viðbjóði er ömurlegra en öll orð fá lýst.  Hvernig stendur á því að menn í þessum stöðum gerast jafn siðblindir og sjálfumhverfir sem raun ber vitni ??

Nú verður að sjálfsögðu mitt fyrsta verk að fara í núverandi viðskiptabanka (Arion), sem ég var þvingaður til frá SPRON, og færa viðskipti mín.  Vandamálið er þá bara þetta:  Getur einhver bent mér á banka þar sem einhver möguleiki er á að heiðarlegir viðskiptahættir eigi sér stað  ??

Almenningur á Íslandi er búinn að missa þolinmæðina.  Nú verður ríkissaksóknari einfaldlega að fara að sýna hvað hann er búinn að vera að gera síðastliðið ár !!!   EKKI SEINNA EN STRAX !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband