Ég treysti á að Sjálfstæðisflokkurinn felli þennan samning !!!

Fljótlega mun reyna á styrk þingmanna Sjálfstæðisflokksins.  Munu þeir standa með íslenzkum almenningi eða greiða atkvæði gegn honum og binda þjóðina í slíka skuldafjötra að enginn vill hér lengur búa  ??

Við sem sýndum Sjálfstæðisflokknum þó þá hollustu í síðustu kosningum að kjósa hann aftur krefjumst þess að þingmenn flokksins samþykki EKKI þennan Icesave samning sem villuráfandi vinstristjórn hefur gert við Bretana.

Við megum ekki láta kúga okkur til ábyrgðar skulda sem við berum ekki ábyrgð á.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks:  Hér með skora ég á ykkur að segja NEI við þessum samningi og láta reyna á styrk og þor íslenzku þjóðarinnar.  Við höfum staðið slíkt af okkur áður og gerum það núna. 

Allt annað eru LANDRÁÐ


mbl.is Rætt um Icesave á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll/sæl.

Því miður virðast þessir 30.000 aðilar sem hafa skráð sig á móti Icesave samningnum vera búin að missa alla trú á að getað haft nokkur áhrif á stjórnvöld og þingheim til að forða þeim frá landráðinu. Hugsanlega er það offramboð af fréttum af glæpahyskinu, spilltum embættismönnum og myrkraverkum þeirra sem hefur skollið yfir þjóðin látlaust seinustu vikurnar sem lamar fólk og fyllir það vonleysi og framtaksleysi? Búin að gefast upp?

Stundum virðist eins og fjölmiðlar gangi sérstaklega erinda þeirra sem hafað skammtað þeim nýjum “skúbbum” til að draga athyglina frá ruglinu í þeim sjálfum.

Því miður var mætingin á Austurvöll ekki góð. Samt var nokkuð harður hópur sem settist á götuna fyrir framan Alþingishúsið og lögreglan fjarlægði þau með valdi og væntalega upp á lögreglustöð.  Umferðin var engin.  Einnig segja fréttir útvarps að einhverju hafi verið hent í Alþingishúsið.  Einhverjir unglingar hentu nokkrum vatnsblöðrum eins og börn nota til leikja.  Aðgerðir yfirvalda voru fullkomlega óþarfar að mínu viti, og einungis til þess fallnar að hleypa mótmælunum í óþarfa hörku og þá ekki síður af mótmælendunum frekar en yfirvalda.

Mætingin á morgun er um kl. 16.30, og það er hæpið að við sem höfum mætt á hverjum degi getum mótmælt fyrir ykkur og fjölskyldurnar ykkar sem og ófædda afkomendur. Við erum öll að vilja gerð, en því miður dugar þessi litli hópur varla. Betur má ef duga skal.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Guðmundur og þakka þér kommentið.

Mótmælin eiga eftir að magnast þegar nær dregur,  vertu viss.  Ég var á fyrsta mótmælafundinum og fannst bara mikið til koma, ca 1000 manns mættir.  Því miður hef ég ekki komist aftur vegna vinnu, en hugur minn stendur að sjálfsögðu með ykkur sem standið vaktina.

Þó finnst mér nú vanta þessa fugla sem sungu hæst í mótmælunum eftir áramótin. 

Hvar eru núna Hörður Torfason, Bubbi Morthens og co. ?? 

Auðvitað eiga þessir menn að sýna núna þann manndóm og mæta og hvetja mannskapinn eins og síðast. 

Eða voru þá kannski einhver annarleg sjónarmið að baki ?????

Sigurður Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 08:46

3 identicon

 Ég vil fá Sverrir Stormsker til að leiða þessi mótmæli. Hörður Torfa og Bubbi M virðast hafa verið teknir úr umferð af góðkunningja sínum.Hverjir skildu það vera?

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband