Ólafur Ísleifsson "hæfur" ??

Mér datt í hug eftirfarandi:

Innlent - fimmtudagur - 30.10 2008 - 10:43

Upprifjun í T24: Dómnefnd hálærðra álitsgjafa sagði Icesave bestu viðskipti ársins 2007

icesave5.jpgDómnefnd þekktra íslenskra hagfræðinga, háskólakennara, starfsmanna greiningardeilda, embættismanna og hagsmunavarða valdi um síðustu áramót Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins. Samtímis var Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi blaðsins, valinn viðskiptamaður ársins.

Vefritið T24 rifjar þetta upp og upplýsir hverjir álitsgjafarnir voru sem voru svona hrifnir af Icesave og FL-Group fyrir nokkrum mánuðum.

Dómnefndina skipuðu: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Auk Icesave og hlutafjáraukningar FL-Group valdi dómnefndin sölu Novators á búlgarska símanum BTC sem ein af þremur bestu viðskiptum ársins 2007.


mbl.is Ólafur stjórnarformaður ISB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með eindæmum að þessir viðskiptasnillingar skuli aftur og aftur verið verðlaunaðir fyrir glámskyggnina og ef ekki algert óhæfi í starfi.  Sá magnaðasti af slíkum er enginn annar en ráðherra viðskiptamála, Gylfi Magnússon.  Minnir að hann hafi veitt Jóni Ásgeir útflutningsverðlun fyrir útflutning Baugs á sjóðum þjóðarinnar.  Baugur ku aldrei hafa flutt neitt annað úr landi.  Toppið það.  Þessir snillingar hafa einhverra hluta verið helstu álitsgjafar fjölmiðla um hrunið og sér í lagi aðdraganda þess.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 15:18

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já satt segirðu Guðmundur, þetta er alveg með ólíkindum - RÚV sér til þess að þessu fólki sé hampað í hástert - dag eftir dag !!

Sigurður Sigurðsson, 20.1.2010 kl. 15:22

3 identicon

Það er náttúrulega augljóst í dag að þetta var ekki skynsamlegt. Fannst ykkur það ekki heldur skynsamlegt þegar þetta val átti sér stað? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og benda á það sem gekk ekki upp, það er hins vegar ekki merkilegt.

Hehe (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband