Hvað er að þessari mannleysu ?????

Getur þessi rugludallur ekki komið því inn í sköllóttan skallann á sér að íslenzka þjóðin á EKKI að greiða fyrir skuldir einkafyrirtækis í útlöndum ??

Hvaða mannleysu hefur þessi Steingrímur J. Sigfússon eiginlega að geyma ?? 

Er hann genginn af vitinu ??


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

AGS er á leiðinni... Þeir voru búnir að segja að það yrði að vera búið að ganga frá Icesave svo þeir gætu klárað sína áætlun...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaða SKULDBINDINGAR er hann eiginlega að tala um???????  Var Landsbankinn ekki einkabanki og helstu rökin fyrir einkavæðingunni á sínum tíma voru að þá væri EKKI ríkisábyrgð á athöfnum hans, var bara verið að blekkja almenning þá????

Jóhann Elíasson, 18.9.2010 kl. 13:04

3 identicon

Þetta eru ekki skuldir einkafyrirtækis. Þetta eru skuldir hins íslenska innistæðutryggingasjóðs. Innistæðutryggingasjóðs sem hefði vel getað staðið undir þessum kröfum ef íslenska ríkið hefði sett hann upp eins og átti að gera og ekki tæmt hann til að borga íslendingum í topp og rúmlega það.

sigkja (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:19

4 identicon

Jú Steingrímur hefur það fram yfir óheiðarlega íhaldsmenn sem komu okkur hingað. Hann stendur við loforð. Geir Haarde og Árni Mathiesen lofuðu að borga Icesave þegar Englendingar og Hollendingar buðust til að lána okkur fyrir þessum reikningum. Það á að standa. Ekki áttu hinir að borga það eða hvað ?

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:38

5 Smámynd: Landfari

Tryggvi ertu búinn að gleyma undri hvað þvingunum það var sagt.

Játningar þvingaðar fram með ofbeldi teljast ekki sönnun í dómsmálum.

Landfari, 18.9.2010 kl. 13:57

6 identicon

Ekki spara menn stóryrðin. Gleymum því ekki að það er lögfest á Alþingi að Icesave skuli greitt. Fyrri ríkistjórnir hafa og lýst því yfir. Steingrímur er bara að staðfesta þetta. Eitt er víst að eg vildi ekki eiga viðskipti við þá menn sem fara fram með stóryrðum í þessu máli. 

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 14:10

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Geir og Árni lofuðu að að íslenzka þjóðin myndi greiða það sem henni bæri SKV. LÖGUM !!!

Það er með ólíkingum hvað vinstri menn á Íslandi eru tregir til að skilja einföldustu hluti. 

Íslenska þjóðin ber ekki ábyrgð á þessum skuldbindingum skv. lögum á þ.a.l. ekki að greiða það sem henni ber ekki skv. lögum.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2010 kl. 14:28

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það var ekki ákvörðun íslenzku þjóðarinnar að greiða út til innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi,  enda ekki í hennar verkahring að ákveða það.

Þess vegna sögðu stjórnvöld að þau stæðu við allar skuldbindingar sínar skv. lögum.  Um það snýst þetta Tryggvi.  Og ég hef meira álit á þeim lögspekingum Stefáni Má og Lárusi Blöndal heldur en Steingrími J. sem allt vill undirgangast bara til að halda í ráðherrastólinn !!

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2010 kl. 14:32

9 identicon

Vaknaðu nú og og horfðu í augu við staðreyndir! Þeir sem bera höfuð ábyrgð á Icesave eru Geir Haarde, Árni Mathiesen, enda voru þeir búnir að setja málið í þennan farveg. Og Davíð kostaði þjóðina skyldinginn...en það virðist henta ykkur betur að gleyma því og endurskrifa söguna. Hvaða flokk skyldi þú tilheyra?

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:22

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður minn - Steingrímur er bara búinn að gefast upp - þess gamli battujaxl er búinn að vera og hann veit það - hann er búinn að éta allt ofan í sig sem hann sagði á sínum langa tíma í stjórnarandstöðu

gefum honum færi á að hætta hægt og rólega - það er óþarfi að sparka í þennan brotna mann.

Reynum að takmarka tjónið -  þvingum fram kosningar strax.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 16:34

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta eru ekki skuldir einkafyrirtækis. Þetta eru skuldir hins íslenska innistæðutryggingasjóðs. Innistæðutryggingasjóðs sem hefði vel getað staðið undir þessum kröfum ef íslenska ríkið hefði sett hann upp eins og átti að gera og ekki tæmt hann til að borga íslendingum í topp og rúmlega það

Innistæðutryggingasjóðurinn hefði aldrei getað staðið undir þessum kröfum og er þetta alveg innistæðulaus fullyrðing hjá þér, enginn innistæðutryggingasjóður á þessar plánetu getur staðið við algert hrun, þeir komast ekki einu sinni nálægt því.

Jú Steingrímur hefur það fram yfir óheiðarlega íhaldsmenn sem komu okkur hingað. Hann stendur við loforð.

Er þetta brandari? Steingrímur er mesti lygari sem nokkurtíman hefur stigið í ráðherrastólinn (hver man ekki eftir loforðum fyrir kosningar sem voru hver brotin á eftir öðrum, hver man ekki eftir því þegar hann sagðist ekki kannast við að Icesave samningur væri í gangi og síðan 2 dögum seinna kom hann Svavar skælbrosandi með hinn "glæsilega árangur").

Geir Haarde og Árni Mathiesen lofuðu að borga Icesave þegar Englendingar og Hollendingar

Geir Haarde og Árni Matt voru ekki einir í ríkistjórninni þarna, menn eru fljótir að gleyma samfylkingunni eins og hún hafi ekki verið þarna, þetta fólk lofaði að standa við skuldbindingar okkar Íslendinga sem vill svo skemmtilega til að þær innihalda ekki það að við þurfum að borga, að borga Icesave er lögbrot gegn samkeppnislögum ESB, einnig þá var lagt niður þetta upprunalega "loforð" og ákveðið að fara eftir svokölluðum Brussel viðmiðum(það var byrjað alveg upp á nýtt af núverandi ríkisstjórn), einnig er vert að minnast á það að þessir ráðherrar hafa engin réttindi til að lofa slíkar greiðslur, aðeins alþingi ásamt forsetanum geta gert það, þetta vita ríkisstjórnir breta og hollendinga, því voru þetta innistæðulaus loforð eins og loforðið hjá Steingrími J núna í hollandi, eina sem hann gerir er að gera sjálfan sig að fífli og troða Íslendingum lengra í svaðið.

 buðust til að lána okkur fyrir þessum reikningum. Það á að standa.

Rétt er að minnast á það að þeir buðust aldrei til að lána okkur fyrir þessu, þessar ríkisstjórnir ákváðu sjálfar að borga innistæður til baka án þess að ræðfæra sig við íslensku ríkisstjórnina og sendu okkur svo reikninginn, það var gert áður en rætt var um nokkurn samning eða nokkur loforð um endurgreiðslu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.9.2010 kl. 17:33

12 identicon

Áskell og Magnús.  Engin embættismaður getur skuldbundið ríkissjóð undir neinum kringumstæðum, án þess að fá til þess samþykki Alþingis á frumvarpi þess eðlis og að forsetinn undirriti það.

Geir, Árni, Davíð eða nokkur Sjálfstæðismaður er undanþeginn þessu ákvæði í stjórnarskrá, frekar en nokkur annarra flokka kvikindi.  Lygarar komma og krata ættu að halda sér innan eðlilegra marka hvað umgengni við sannleikann varðar, ef þeir eiga að teljast umræðu tækir.

Sigurður Líndal prófessor í lögum, skýrir afar vel lagalega hliðir ábyrgðar samningamanna og samningagerðar, og hrekur rökleysur borgunarsinna í grein skrifaða vegna rangfærslna Jóns Baldvins Hannibalssonar.  Engum hefur tekist að hrekja hans skrif frekar en félaga hans Stefáns Más Stefánssonar prófessors í lögum og Evrópulagasérfræðingi og Lárusar Blöndal hrl. og samningamaður í nýju samninganefndinni, eða yfirleitt reynt slíkt.

Sigurður Líndal skrifar.:

 
"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."

"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 19:08

13 identicon

Óskapa æðibunugangur er þetta. Var maðurinn að skrifa undir einhverja skuldbindgu? Gerði Geir Haarde það þegar hann lofaði að borga 2008? Sú stefna Íslendinga að borga ef sanngjörn kjör fengust hefyur legið fyrir í tvö ár og m.a. verið áréttuð af Alþingi. Menn geta svo verið ósammála því og allt það. Það breytir þó ekki því að SJS var ekki að segja annað en legið hefur fyrir af okkar hálfu alla tíð.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:33

14 identicon

Áskell.  Steingrími og þér er örugglega frjálst að greiða allt sem ykkur hugnast, en þá með ykkar peningum.  Steingrímur ásamt stjórnarliðum hafa í tvígang undirritað Icesave samninga sem kemur skýrt fram að þeir viðurkenni ekki lagalegar skyldur á að greiða Icesave. 

Hans persónulegt mat eða loforð eru ekki meira virði en gott beljuprump, hvort sem þér líkar það betur eða ver.  Hann hefur ekkert umboð meirihluta Alþingis, forsetans, þjóðarinnar eða stjórnarskrárinnar að gefa nein loforð sem skuldbinda ríkissjóð.  Á því eru sem betur fer engar undantekningar í stjórnarskrá.  En honum er auðvitað frjálst að gefa hvaða loforð sem er sem hann ætlar sjálfur að standa við og greiða ef það hefur verið loforðið. 

Bretar og Hollendingar geta örugglega reynt að leita réttar síns gagnvart Steingrími og öðrum embættismönnum sem hafa verið að reyna að gera sig breiða í  fyrir einkarétti.  Þjóðinni, ríkinu kemur það ekkert við, enda bera embættismenn Breta og Hollendinga sjálfir alla ábyrgð á að kynna sér samningsumboð kjaftaska eins og Steingríms.  Steingrímur ber enga lagalega ábyrgð á ef það hefur ekki verið gert, sem betur fer fyrir þjóðina.  En þú bara dundar þér við að reyna að finna uppá einhverju nýju til að púsla upp í  drauminn þinn um að þjóðin fari eins illa út úr Icesave og hægt er.  Vona að það verðum við 98.2% þjóðarinnar sem fögnum sigri en ekki þið 1.8% sem gangið erinda ofbeldisafla Breta og Hollendinga og ESB.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:13

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað er verið að ræða hér þegar Björgólfur situr á milljarðafjalli og hreykir sér sem ríkasti maður á íslandi!

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband