Ósk um nýtt málgagn ESB andstæðinga - MBL hefur brugðist - því miður

Ég er algerlega sammála Styrmi þegar hann segir að hinn þögli meirihluti okkar sjálfstæðismanna sé á móti ESB aðild.  Ég er líka orðinn verulega pirraður á ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins, og er alvarlega farinn að íhuga að segja því upp, hef þó verið áskrifandi í tugi ára.  Þessi einsleiti fréttaflutningur og klisjumálflutningur er óþolandi og vonandi verður þessum fréttastjóra sparkað og nýr fenginn að þegar útgáfu blaðsins verður tryggður áframhaldandi rekstur, með aðkomu nýrra eigenda.  Ef ekki, þá er það krafa mín að Heimssýn þurfi að fara af stað með útgáfu dagblaðs, þar sem sannleikurinn um ESB lítur dagsins ljós.  Það verður að upplýsa fólk um ókosti ESB aðildar, sem ég tel vera mun fleiri en kosti, en því miður virðast blaðamenn, bæði Mbl og Fréttablaðsins ekki hafa áhuga fyrir því. 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband