Glæsileg framganga

Enn og aftur sýnir maðurinn að hann er einn örfárra manna við stjórnvölinn í dag með fullu viti.  Bara þannig að fólk skilji hlutina, þá eru í gildi á landinu lög um bankaleynd, Davíð hlýtur að vitna til þeirra í þessu viðtali við viðskiptanefnd Alþingis.  Það sýnir bara og sannar, enn og aftur að maðurinn er a.m.k. með fullu viti, annað en fullt af því annars ágæta fólki hér á blogginu,  sem er tilbúið til að brjóta lög, greinilega, til að offors þess nái fram að ganga.  Einnig finnst mér dapurlegt hvernig bloggið er notað til að bölva og ragna og kalla fólk geðsjúklinga.  Sumt af því er fullorðið fólk - foreldrar og afar og ömmur, fyrir mér afar döpur fyrirmynd.  Þetta er skammarlegt fyrir gott tækifæri fyrir okkur bloggara til að láta rödd okkar ná í gegn.  Það tekur hinsvegar enginn viti borinn maður mark á slíkum upphrópunum. 

 

 


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hjá þér .  Steingrímur J , sá sóma sinn í að biðja sjón og heyrnarskerta afsökunar .  Ég efast þó um aðþetta fólk hafi manndóm til þess

jonas (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ha, er hann með fullu viti?

Síðan hvenær?

Jóhannes Ragnarsson, 4.12.2008 kl. 12:29

3 identicon

Loksins kemur einhver hingað og segir eitthvað af viti. bloggarar hér eru sauðir upp til hópa virðist vera.

Jón Arason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:30

4 identicon

Jóhannes Ragnarsson: Þú vilt semsagt taka þátt í einelti bloggara og annarra gegn Davíð bara vegna orðróms og múgæsingu? Algjörlega án dóms og laga? þú, og þið hin, eruð öll sorgleg. innan 1-2 ára munu þið líklega átta ykkur á því að þið voruð sjálf ekkert með fullu viti og með skerta dómgreind tímabundið. þið eruð blinduð af hatri og orðrómi og viljið að einhver segi af sér bara af því að þið segið það? rugl. eru 4000 manns á austurvelli öll þjóðin? rugl.

ég spái því að fljótlega eftir áramót muni mótmælum linna, enda flestir byrjaðir að sjá hverjir voru hinir alvöru sauðir.

Jón Arason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:36

5 identicon

Nákvæmlega!  Það er örugglega erfitt að finna dæmi um aðra eins múgsefjun hér á landi og við höfum orðið vitni að undanfarnar vikur.  Ætli það þurfi ekki að fara aftur að látunum í kringum fjölmiðlalögin til þess að komast nálægt þessu.

DO minntist á það í viðtalinu við þetta skandinaviska blað í morgun að fjölmiðlalögin kynnu að hafa forðað okkur frá þessum vanda með bankakerfið!

Bárður (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:42

6 identicon

Pólitíkus ekki að vera seðlabankastjóri. Davíð er mjög pólitískur. Hann gaf bankana á sínum tíma til auðmanna. Þar með ber hann að minsta kosti hluta af ábyrgðinni. Auðvitað hefði núverandi stjórn geta breytt bankalögunum eitthvað.

Ef hann væri í þessari aðstöðu í einhverju öðru vestrænu siðmenntuðu landi þá væri hann löngu búinn að segja af sér. Þetta er ekkert andskotans einelti. Hann kýs þetta sjálfur með því að sitja sem fastast í óþökk flestra. Það hefur líka sínt sig að það eina sem skiptir hann máli er að hann sleppi sem best út úr þessu og segjir oft hluti í fjölmiðlum sem kemur sér illa fyrir þjóðina til að bjarga egin skinni.

Davíð er ógeðsleg manneskja og hefur alltaf verið það, og mun alltaf verða það.

Óli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:08

7 identicon

Óli: Pólitíkus á ekki að vera seðlabankastjóri segirðu. mjög auðvelt að koma svona eftirá og segja það allt í einu. Hefurðu skoðað lögin um seðlabankastjóra? Ekki sá ég 4000 manns mótmæla þegar hann tók við stól seðlabankastjóra.

Hann gaf bankana segirðu? Ekki sá ég 4000 manns mótmæla þegar það var gert. auðvelt fyrir lýðinn að vera vitur eftir á og benda á hina og þessa.

Hann situr áfram í óþökk flestra? nei, aftur ertu að falla í þá gryfju að segja að 4000 manns séu öll þjóðin. það er rugl.

Jón Arason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:25

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jón Arason: Ef þú vilt kalla kröfuna um brottrekstur Davíðs Oddssonar úr Seðlabankananum einelti og múgæsingu, þá er ég sennilega eineltis- og múgæsingarmaður. En þú skalt taka það með í reikninginn að nefndur Davíð Oddsson hefur valdið þjóðinni gífurlegum búsifjum með þeirri pólitík sem hann rak sem forsætisráðherra. Og vissulega eru margir samsekir Davíð, það vantar ekki. Þetta fólk á allt saman að hverfa af vettvangi. Að láta sér detta í hug að verja og vorkenna frjálshyggju- og gróðahyski eins og Davíð Oddssyni og hans meðreiðarsveina, ber vott um dómgreindarleysi á háu stigi.

Jóhannes Ragnarsson, 4.12.2008 kl. 13:26

9 identicon

Það tíðkast ekki að vera með pólitíkus sem seðlabankastjóra í vetræna heiminum. Lögum er auðvelt að breyta. Það er bara ekki gert nema það henti ráðamönnum.

Ég fór reyndar ekki út á götu til að mótmæla einkavæðingunni en ég var samt á móti henni og fór t.d. umsvifalaust með öll mín viðskipti út úr KB og til sparisjóða.

Hvaðan færðu þessa tölu 4000 manns. heldurðu virkilega að það séu ekki fleyri sem vilji losna við þetta fífl. Ekki treysta íslenskum fjölmiðlum rúv er í eigu ríkisstrjörnarinnar og restin á bónusgrísinn og það skítapakk. Þeir eru ritsoðaðir og ekkert annað en áróðurstæki.(mbl=vísir=lygar)

Óli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:36

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fyrirgefðu Ylfa, en hvaða andstyggilegu athugasemdir er ég að gera á síðum annarra.  Ég tel mig ekki vera orðljótan hér, þó stundum sjóði á manni.  Mér finnst hinvegar þessi afhausunarbloggmennska vera öllum til skammar sem láta slíkt frá sér fara.  Sem betur fer má ég nota málfrelsið, hef ekki misnotað það, og mun ekki gera. 

Þú hlýtur samt sem áður að geta verið sammála mér um þá grundvallarreglu í réttarríki að fyrst skuli sanna sekt manna, síðan refsa.   Ég vil líka sjá fólk eins og þig, sem hefur tekið þátt í mótmælunum og hefur að sjálfsögðu fullan rétt til þess, fara nú og mótmæla þeim einokunartilburðum sem þú veist að hafa átt sér stað á landinu undanfarin ár.  Þar á ég t.d. við matvörumarkaðinn, olíufélögin og fl.  Af hverju mótmælir fólk ekki fyrir framan fyrirtæki sem útrásarvíkingarnir eiga ennþá.  Það voru eftir allt þeir sem settu okkur á hausinn.

Sigurður Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband