Mistök - Nei takk

Mistök og afsökunarbeiðni - er þetta Spaugstofan ?? 

Ég frétti af 72ja ára gömlum manni sem missti 30 milljónir í þessum sjóðum.  Honum var eindregið ráðlagt að kaupa í sjóði í stað þess að geyma ævisparnaðinn á öruggri bók.  Ég hef persónulega ekki tapað mínum sparnaði, sem betur fer.

En ég hef gríðarlega samúð með öllum Íslendingum sem því miður voru blekktir af misvitrum bankamönnum, sennilega dyggilega hvattir af eigendum sínum.

Mistök og afsökunarbeiðni er ekki nóg.  Við eigum rétt á því að vita til hvers þessir fjármunir voru notaðir.  Það verður að framkvæma erlenda, óháða, rannsókn STRAX.  Það verður aldrei fallist á það að útrásarvíkingarnir fái hér allt upp í hendurnar aftur og skuldir þeirra verði afskrifaðar.  Fólkið í landinu, sérstaklega þau sem hafa misst allan ævisparnaðinn sinn á þessa skilyrðislausu kröfu.  Ráðamenn mega ekki glata tækifærinu sem býðst núna til að rannsaka allt sukkið sem fram fór á vegum bankanna. 


mbl.is NBI og Landsvaki viðurkenna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband