Milljörðum skotið undan - hættum að versla við þá !!!!!!

Var að lesa um það á textavarpinu að öruggt væri að milljörðum hefði verið skotið undan til skattaparadísa fyrir hrun bankanna, að sögn skattrannsóknarstjóra.  Sem mann hafði svosem lengi grunað.

Nú óskum við, þ.e. þeir Íslendingar sem þurfum að hreinsa upp skítinn eftir þessa útrásarfugla og sukkara, eftir því að fá upplýsingar um það hverjir þessir einstaklingar eru.  Í framhaldinu skora ég á alla að hætta að versla við fyrirtæki þessara manna á Íslandi.  Ef t.d. Jón Ásgeir verður uppvís að þessu, nú þá eiga menn að hætta að versla við Bónus og Hagkaup.  Ef Ólafur Samskipaforstjóri er uppvís að þessu, nú þá eiga menn að hætta að flytja vörur með Samskip.   Ef Bjöggi Thor er uppvís að þessu, nú þá skora ég á íslenzka ríkið að hætta að niðurgreiða lyf frá Actavis. Og þannig koll af kolli.  Ef þetta eru Sigurður Einarss og Hreiðar, nú þá á bara að reka þá úr landi, enda eru þetta landráðamenn. 

Og gera eignir þessara manna upptækar - STRAX.

Nú verðum við að sýna það í verki, landsmenn, að við munum ekki líða þessum mönnum að komast upp með þetta.  Þeir skulu ekki fá að sitja að milljörðunum, en við hin borga.  Nei takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Það er ekki rétt að reka þá úr landi og fría þá þannig að standa ábyrgir gjörða sinna. Setja þá inn á Hraunið því að þar eiga glæpamenn að vera.

Ingvar

Ingvar, 27.12.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Og hverju heldur þú að það bitni helst á að niðurgreiðsla verði felld niður ? Alveg örugglega ekki eigindum

Jón Rúnar Ipsen, 27.12.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband