HEYR - HEYR

Loksins, loksins kom að því,  nú kemur maðurinn fram og í raun viðurkennir að hafa ekki verið frjáls síðustu árin.  Auðvitað hefur allur skynsamur almenningur skynjað þetta, en óttavaldið og húsbóndavaldið valdið því að Sigmundur, eins og svo margir aðrir, t.d. Egill Helga hafa ekki sagt orð fyrr en núna.

Til hamingju Sigmundur Ernir, einn besti blaðamaður landsins, nú ertu frjáls undan þessari glæpaklíku. 

Ég hlakka virkilega til að heyra þínar skoðanir á næstunni og er sannfærður um að þú getur núna loksins leyst frá skjóðunni.  Þú veist um margt misjafnt og þjóðin bíður eftir því að heyra sannleikann.

 


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt það sé sárt að missa vinnu þá finnst mér hann aldrei átt heima á þessim fréttamiðli, hann  er vandaður að virðingu sinni, góður fréttamaður og vill standa heill um skoðanir sínar sem líklega á ekki upp á pallborð yfirmanna hans, óska þeim hjónum velfarnaðar gæfu og gengis

Guðrún B.H (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég tek undir með Guðrúnu, það er alltaf slæmt þegar fólk missir vinnuna. Hinu ber þó ekki að gleyma að Sgmundur rak sjálfur fólk sem ekki var Jóni Ásgeiri þóknanlegt, svo sem Einari Má Guðmundssyni rithöfundi. Lengi hefur Sigmundur makkað með Baugsmafíunni. Það dregur stórlega úr samúð minni.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 11:39

3 identicon

Frábær fréttamaður og á vissulega heima á betri miðli en stöð 2!

 Áhugavert að sjá alla þá sem koma fram og segja "heyr heyr" og skammast út í baugsveldið. Þori þó nokkurn veginn að veðja að flestir sem þetta segja eru áskrifendur að Stöð 2, versla í Bónus og öðrum viðbjóðslegum baugsveldis verslunum og hrópa "Geir burt". Hræsni!

Erla (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæl Erla,

Ég kaupi ekki Stöð 2, ég kalla ekki "Geir burt".

En því miður hef ég þurft að versla í Bónus - reyndar með óbragð í munni

Sigurður Sigurðsson, 22.1.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband