Ertu strax farinn að afsaka þig - STEINRÍKUR

Mikið hlýtur fæðing þessarar samsuðu kommastjórnar þinnar að hafa verið erfið.  Þú ert algerlega búinn á því og byrjar ekki ráðherraferilinn glæsilega, með endalausum afsökunum.  Strax kominn í kosningaham þar sem þið munið heldur betur þurfa að kljást við Framsóknarflokkinn og Baugsklíkuna.

Enda ekki við öðru að búast, flokkur neikvæðra og útrásarspilltra komnir saman í stjórn með þegjandi samþykki glæpahyskisins úr gömlu framsókn.

Guð blessi íslenzku þjóðina.

 


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er bara að benda á það að helmingur ríkistekna fara í að borga skuldir ENRON-istana. Og því ekki mikið hægt að gera nema að róa. Og fyrst ég er að kommenta takk fyrir að senda á okkur 165 milljarða herkostnað á ári í 40 ár.

Tekjur ríkissjóðs eru ekki nema 330 milljarða. 2200 milljarðar bera vaxtakostnað uppá 110 milljarða. Síðan þarf að borga 55 milljarða ,miðað við að það taki 40 ár til að greiða niður skuld af höfuð stóli. Til að greiða upp gjaldþrot Sjalla, Samfylkingar og Framsóknarflokks höfum við bara 30% af því sem hálvitarnir ætluðu sér fyrir 2009, það er 500 milljarðar.. Vaxtarkostnaður hruns hægri manna er 300 milljónir á dag.

Guð blessi hægri menn.

Andres (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Hann heitir Steingrímur.

Svona uppnefni lýsa uppnefnaranum best. Kurteisi kostar ekkert!

Jón Ragnar Björnsson, 31.1.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vertu ekki sár Jón Ragnar, þínir líkar í Samfylkingunni hafa nú heldur en ekki verið duglegir við að kalla Sjálfstæðismenn ýmsum nöfnum.  Það munt þú aldrei geta afsakað.

En annars til hamingju með nýja ríkisstjórn, flugfreyja orðin ráðherra og ég bara man ekki hvaða ráðherraembætti plötusnúðurinn gegnir.

Sigurður Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Blessaður Sigurður.

Ég er ekki sár. En því miður eru fulltrúar allra flokka því marki brenndir að kalla andstæðinga sína ýmsum nöfnum. Það er ekki málefnalegt og ég held að það sé meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að fólk er svo hundleitt á stjórnmálum: Pólitíkusar halda að þeir þurfi að vera á móti flestu sem andstæðingarnir hafa fram að færa, alveg sama hvort eitthvað vit er í því eða ekki. Þeir virðast líka halda að við grasrótin) séum svo vitlaus og að þetta gangi í okkur.

Mér er alveg sama hvar þú ert í pólitík. Panta að gerast bloggvinur þinn og höldum áfram að skiptast á skoðunum!

Jón Ragnar Björnsson, 1.2.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Jón, engin spurning að þessi sandkassaleikur hefur verið allt of ríkjandi undanfarið.

Ég þigg að sjálfsögðu gott tilboð  og mun sannarlega gerast bloggvinur þinn þótt mig renni í grun að ekki séum við sammála um allt í pólitík.

Sigurður Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband