Farsælasta niðurstaðan !!!!

Engum blöðum um það að fletta að þetta er farsælasta niðurstaðan fyrir Morgunblaðið.  Ég, eins og svo fjölmargir aðrir aðdáendur Morgunblaðsins og áskrifendur alla tíð, var kominn með algert ofnæmi fyrir þessari ESB aðdáun sem fram kom í ritstjórnarstefnunni.  Raddir gagnrýninnar umræðu voru þagnaðar og á tímabili hafði maður á tilfinningunni að Jón Ásgeir væri að gefa fyrirskipanir þarna eins og hjá Bónusblaðinu sem inn um lúguna dettur hjá manni óbeðið.  Þessi niðurstaða hefur verið mín tilfinning um nokkurt skeið, enda var ritstjórnarstefnan komin í hróplega andstöðu við þann málflutning sem meginþorri lesenda Moggans og þjóðarinnar vill um þessar mundir.  Enda búinn að skrifa uppsagnarbréfið til Moggans, en af einskærri þrjósku og von um breytingar ekki enn sent það. 

Vonandi mun öflugur talsmaður Íslands og íslenzkra hagsmuna setjast í stól ritstjórans. 

Uppsagnarbréf mitt til Moggans mun bíða enn um sinn.


mbl.is Ólafur lætur af starfi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég læt mitt uppsagnarbréf líka bíða skrifaði það í vor.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.9.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekkiesb sinni og raunar harður andstæðingur, en ég get ekki fagnað því að þeirsem samsinna mér, styðji þöggun á uppbyggilega umræðu. Mér finnst þessi ákvörðun minna illilega á eitthvað sem átti heima handan járnjaldsins forðum.  Að tala um að verja fullveldið, en samsinna því að grafa undan því með að spilla málfrelsinu, er annaðhvort gríðarleg vanþekking á grunngildum samfélagsins, tvískinnungur eða hreinn og klár geðklofi.

Með fullri virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Steinar:  Er einhver að tala um þöggun á uppbyggilega umræðu ?  Hvernig getur þú sagt það þegar allir fjölmiðlar landsins - sérstaklega þeir sem eru undir stjórn Jóns Ágeirs og co. styðja aðild að ESB og þar fær enginn að komast að með öndverða skoðun.  Greinilegt er að Ríkisútvarpið fer líka í þennan flokk.  Hlustaðu t.d. á Spegilinn, ég geri það oft og þar fá raddir andstæðinga ESB sjaldan, ef nokkurntímann að heyrast.

Við sem höfum stutt Morgunblaðið í gegnum tíðina eigum kröfu á því að blaðið fjalli á heiðarlegan hátt um þær stefnur sem í boði eru.  Með hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi, ekki einhverra annarra. Því miður hefur fyrrverandi ritstjóranum ekki tekist það.  Mjög margir eru afar ósáttir við málflutning Moggans - gleymdu því ekki að hann er harður ESB sinni.

Honum hefur heldur alls ekki tekist að auka vinsældir blaðsins, en þar er reyndar ólíku saman að jafna þegar samkeppnisaðilinn fæst gefins.  Ekki er þó víst að svo verði lengi þar sem helztu styrktaraðilar Fréttablaðsins falla nú hver á fætur öðrum eins og spilaborg.

Þú hlýtur að samsinna mér um það að síðustu árin hefur fréttaflutningur á Íslandi einkennst af áróðri og oft á tíðum lygi, þar sem sannleiksástinni hefur verið varpað fyrir borð á kostnað sérhagsmuna fámennrar klíku í landinu sem allri umræðu hafa stjórnað. 

Meirihluti þjóðarinnar er og hefur verið á móti aðild að ESB.  Sá meirihluti er nú sístækkandi ekki síst í ljósi þess hvernig ákveðin lönd ESB hafa komið fram gagnvart okkur Íslendingum. Er þá ekki undarlegt að sá meirihluti skuli ekki hafa haft talsmann eða málgagn sem talar máli hans ?  Reyndar hefur fréttamiðillinn AMX staðið sig vel hvað þetta varðar, en ekki Mogginn, því miður.

Ef það telst vera "þöggun á uppbyggilegri umræðu" að skipt sé um ritstjóra og þarmeð ritstjórnarstefnu til samræmis við stóran meirihluta þjóðarinnar, þá er ég alvarlega að misskilja hlutina.

Sigurður Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband