Heimskur ertu Árni Þór !!!

Konan mín er hálfur Ameríkani - þ.e. er fædd þar og verður því alltaf með bandarískan ríkisborgararétt.

Og þá spyr ég Árna Þór - Vinstri grænan vitringinn á Alþingi:  Á konan mín þ.a.l. að borga skuldir Lehman Brothers, sem fóru á hausinn og skyldu eftir sig þúsundir milljarða slóð um allan heim ??  Eða á hún að borga upp skuldir bandarískra fyrirtækja um allan heim ???

Nei eðlilega ekki, og þ.a.l. á almenningur á Íslandi EKKI að borga upp skuldir sem óreiðumanna-einkafyrirtæki stofnaði til í útlöndum.  Það leiðir af eðli máls að þar sem búið var að einkavæða þessa banka og "hagnaður" þeirra rann til eigendanna, en ekki almennings, þá eru þetta ÞEIRRA skuldir.

Við, íslenzkur almenningur, berum einfaldlega ekki ábyrgð á þessum skuldum. 

Vaknaðu nú Þyrnirós, eða hvað þú ert, og farðu að hugsa með hagsmuni íslenzkrar alþýðu í eitt skipti að leiðarljósi  !!!!!!!!!!

 


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir þingmenn sem samþykkja ICESLAVE eru eru ÞJÓÐNÝÐINGAR og verða aldrei annað,megi þeir aldrei þrífast. 

magnús steinar (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi Icesafe þá er það mestu um vert að koma atvinnulífinu sem fyrst af stað.

Smáþjóð eins og við þurfum að sitja uppi með miklu meiri skell en stórþjóðirnar sem kappkosta að koma honum yfir á aðra. Þetta kom vel fram í þætti BBC s.l. miðvikudagskvöld í Sjónvarpinu.

Það er því ekki unnt að bera þetta saman, þrot Lehmann Brothers og bankahrunið hér. Íslenska ríkisstjórnin setti þessi lög 6. okt. 2008 sem urðu til að Bretar urðu æfir og settu á okkur hermdarverkalögin. Bretar beittu Bandaríkjamenn aldrei hryðjuverkalögunum og það gerir gæfumuninn.

Að draga einn mann til ábyrgðar sem EKKI hafði tekið þátt í fyrri Icesafe samning við Breta og Hollendinga er ekki sanngjarnt. Af hverju beinir þú ekki reiði þinni fremur að Geir Haarde sem þó átti hlut að máli?

Það er því miður oft svo að bakari er hengdur fyrir smið og það ertu að gera með þessari ósanngjörnu yfirlýsingu Sigurður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Guðjón Sigþór;  Hverskonar samanaburður er það þegar þú talar um að Bretar hafi ekki beitt hryðjuverkalöggjöf á Bandaríkin ?

Bretland er smápeð - eitt atóm í samanburði við Bandaríkin Guðjón.  Það eina sem ég er að biðja þennan rugludall, Árna Þór, er að hafa hagsmuni almennings á Íslandi að leiðarljósi, ekkert annað. 

Þess vegna getur hann ekki sagt að ég beri ábyrgð á þessum Icesave rugli og eigi þ.a.l. að borga þessar skuldir, hvorki ég, börnin mín, né fjölskylda.

Og til að fræða þig enn frekar, þá var ALDREI búið að gera neinn Icesave samning,  hann var og er gerður í tíð NÚVERANDI ríkisstjórnar VG og SF.  Ekki reyna að afvegaleiða söguna og falsa hana á þann hátt sem þú ert að reyna hér.

Sig. Sig.

Sigurður Sigurðsson, 21.11.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband