Góð grein frá réttsýnum lögmanni !!!

Ekki kemur mér á óvart að Karl Axelsson skuli sjá sig knúinn til að skrifa greinina sem birtist í Morgunblaðinu í dag.  Eftir lestur hennar sannfærist ég líka betur og betur um það hvílíkt endemis rugl er í gangi í þessu hreinsunarstarfi eftir bankahrunið.

Fréttir berast af því að stærstu löxum íslenzka hrunsins sé boðið að halda áfram bullinu eins og ekkert hafi í skorist gegn aukningu hlutafés, hvaðan sem það nú kemur.  Og til að friða óþolinmóða þjóð, sem kallar á réttlæti gagnvart stærstu leikendum í hruninu, þá er settur á svið einhverskonar sýndargjörningur í formi kyrrsetningar eigna, svona til að sýna að menn séu þó að gera EITTHVAÐ !!!

Karl Axelsson er einn virtasti lögmaður landsins.  Með grein sinni í Mogganum í dag, þar sem hann rassskellir bæði embætti saksóknara og Fjármálaeftirlitið,  sannfærir hann mig enn betur um það  hvert stefnir í íslenzku samfélagi. 

Heiðarleiki, réttlæti og sannleikur eru hlutir sem okkur voru kenndir í æsku.  Greinilegt er að núverandi stjórnvöld ætla sér að hafa þessa hluti að engu við sína bágbornu tilraun til að endurreisa samfélagið okkar.  

Enda er þeim greinilega að mistakast það hrapallega. 


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

O jæja. Ég efast ekkert um að Karl meinar það sem hann segir en það má ekki gleyma því að maðurinn er í vinnunni... við værum varla að sjá þessi viðbrögð frá honum annars.

Páll Jónsson, 24.11.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Karl Axelsson er ekki lögmaður með endalausa sýniþörf í fjölmiðlum, eins og sumir ónefndir lögmenn eru um þessar mundir.

Ég þykist vita að hann kemur ekki fram í fjölmiðlum af þessu tilefni nema því aðeins að honum finnist mælirinn fullur !!

Sigurður Sigurðsson, 24.11.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er alveg ljóst að Baldur bjó yfir meiri upplýsingum en markaðurinn. Móðir mín t.d.

hafði ekki hugmynd um að verið væri að ræða á leynifundi í London að sennilega færi

bankinn á hliðina og að Íslenski tryggingasjóðurinn gæti ekki tryggt innistæðueigendur í hinum íslenska Landsbanka í London ( Icesave ).Það var efni fundarins. Baugur og Jón Ásgeir áttu heilan borgarstjórnarflokk og nærri heilan þingflokk en Jón bar fé á alla sem vildu láta kaupa sig: Guðlaug, Steinunni V etc. Ef þeir gerðu það ekki þá réðu þeir börnin og tengdabörnin í vinnu.

Einar Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 14:33

4 identicon

Ok gott og vel, það þarf að rannsaka hann. Við deilum ekki um það. En hvers vegna þarf að bera sakirnar á borð fyrir alla sem vilja hlusta og er það hreinlega löglegt?

Blahh (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband