Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

ESB áróður "hlutlausu" fréttastofunnar !!

Það er með miklum ólíkingum hvernig hinni "hlutlausu" fréttastofu RÚV virðist aftur og aftur fyrirmunað að flytja réttar fréttir og hlutlausar, eins og henni ber að gera samkvæmt lögum.  Allir skynsamir menn hljóta að sjá að þetta er gert að yfirlögðu ráði.  Fólk þarf ítrekað að leiðrétta ummæli sem fréttastofan hefur eftir því, þar sem allt virðist slitið úr samhengi, í þessu tilfelli ESB aðildarumsókninni til upphafningar.  Það er greinilega unnið að því öllum árum á fréttastofunni að skreyta þessa aðildarumsókn eins vel og hægt er, með réttu eða röngu.  

Hver er ábyrgð stjórnenda þessarar stofnunar þegar fréttaflutningurinn er með þessum hætti ?? 

Páll Magnússon verður að gjöra svo vel, taka af skarið og fara að stjórna þessu apparati skv. þeim lögum sem um það gilda.  Það gengur ekki lengur að þessi stofnun, sem er í eigu ALLRA landsmanna, afvegaleiði sannleikann jafn alvarlega og raun ber vitni og hreinlega ljúgi að þjóðinni þegar svo ber undir.  Í þessu tilfelli sé ég engan mun á RÚV og útrásar- og þjófadekurmiðlinum 365.  

Vonandi sér RÚV að sér fljótlega, annars mun traust landsmanna til þessa annars ágæta miðlis verða að engu fljótlega og þá er ekki von á góðu !!!

Páll Magnússon útvarpsstjóri á að biðja Adolf Guðmundsson afsökunar STRAX !!!!


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband