Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Kemur það á óvart ???

Kemur það á óvart að nefndin leggi ekki til neinar breytingar á því sem sama nefnd hefur áður fjallað um.

Hverskonar bananalýðveldi er Ísland að verða ??

Auðvitað á að rjúfa þing strax og boða til kosninga - STRAX !!


mbl.is Ekki tillaga um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndarpukur þingmannanefndarinnar !!

Nú hefur það verið upplýst að innan þingmannanefndarinnar voru einstaklingar sem vildu einnig ákæra Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.  Aðrir voru á móti.  Upplýst er að hún kom mjög mikið við sögu í hruninu, vissi án efa í hvað stefndi ekki síður en hin sem ákærð eru, en aðhafðist ekkert, hvort sem hún gat það eða ekki.

Og þá er komið að kjarna málsins, af hverju lagði þingmannanefndin ekki til að Jóhanna Sigurðardóttir yrði ákærð fyrir sömu vanrækslu og hin ???  Af hverju sleppur hún ???

Þessari spurningu verða þingmenn að fá svar við, allt annað skoðast sem pólitísk spilling af hálfu þeirra sem vildu að Jóhanna Sigurðardóttir slyppi við ákæru en aðrir ekki.

Allsherjarnefndin verður að komast til botns í þessu máli og láta sitt álit í ljós. 

Þingmenn hafa núna síðasta tækifærið til að sýna hvað í þeim býr !!!

 


"GAME OVER"

Vonandi springur allt í loft upp hjá þessari vonlausustu ríkisstjórn Íslands frá upphafi.  Kosningar STRAX takk fyrir !!!
mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þessari mannleysu ?????

Getur þessi rugludallur ekki komið því inn í sköllóttan skallann á sér að íslenzka þjóðin á EKKI að greiða fyrir skuldir einkafyrirtækis í útlöndum ??

Hvaða mannleysu hefur þessi Steingrímur J. Sigfússon eiginlega að geyma ?? 

Er hann genginn af vitinu ??


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær rannsókn !!!!

Vonandi verða Steingrímur J. og Svavar Gestsson látnir svara til saka, einn góðan veðurdag, fyrir allt það rugl sem tengist þessum Icesave samningum við Breta og Hollendinga, sem þjóðin blessunarlega afþakkaði í svo eftirminnilegri atkvæðagreiðslu.

Svo ekki sé nú talað um lygina sem vall upp úr Steingrími úr ræðustól Alþingis um þetta mál !! 

Sá er nú aldeilis búinn að gera í buxurnar !!! 


mbl.is Vilja sérstaka Icesave-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju enskunámskeiðin að hefjast !!!!

Nýju enskunámskeiðin fyrir ósjálfbjarga útrásarvíkinga eru að hefjast í næstu viku.  Námskeiðin fara fram á milli kl. 19 og 21 alla þriðju- og fimmtudaga í september og október.

Markmið námskeiðanna er að gera mönnum kleift að svara á enskri tungu - sekur eða saklaus.

Námsgögn er hin sívinsæla bók, First things first - fyrir byrjendur, sem kennd er í 1. bekk grunnskólanna í Reykjavík.

Vinsamlegast skráið ykkur hér að neðan, þeir sem áhuga hafa.

Verðið er mjög sanngjarnt - kvöldið kostar aðeins 10 Diet-Coke.

 


Hvað segir Ögmundur Jónasson ???

Ekki trúi ég því að Ögmundur selji staðfestu sína fyrir 1 stk. ráðherrastól.   Sá fellur nú í áliti ef það reynist rétt !!!!!!


mbl.is Íslendingar greiði vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband