Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Góð grein frá réttsýnum lögmanni !!!

Ekki kemur mér á óvart að Karl Axelsson skuli sjá sig knúinn til að skrifa greinina sem birtist í Morgunblaðinu í dag.  Eftir lestur hennar sannfærist ég líka betur og betur um það hvílíkt endemis rugl er í gangi í þessu hreinsunarstarfi eftir bankahrunið.

Fréttir berast af því að stærstu löxum íslenzka hrunsins sé boðið að halda áfram bullinu eins og ekkert hafi í skorist gegn aukningu hlutafés, hvaðan sem það nú kemur.  Og til að friða óþolinmóða þjóð, sem kallar á réttlæti gagnvart stærstu leikendum í hruninu, þá er settur á svið einhverskonar sýndargjörningur í formi kyrrsetningar eigna, svona til að sýna að menn séu þó að gera EITTHVAÐ !!!

Karl Axelsson er einn virtasti lögmaður landsins.  Með grein sinni í Mogganum í dag, þar sem hann rassskellir bæði embætti saksóknara og Fjármálaeftirlitið,  sannfærir hann mig enn betur um það  hvert stefnir í íslenzku samfélagi. 

Heiðarleiki, réttlæti og sannleikur eru hlutir sem okkur voru kenndir í æsku.  Greinilegt er að núverandi stjórnvöld ætla sér að hafa þessa hluti að engu við sína bágbornu tilraun til að endurreisa samfélagið okkar.  

Enda er þeim greinilega að mistakast það hrapallega. 


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á virkilega að afskrifa skuldir Baugshyskisins ???

Er það virkilega svo að Finnur bankastjóri og lið hans í bankanum ætli sér að afskrifa milljarðatugi á feðgana, en almúginn á Íslandi situr uppi með reikninginn ??

Ef svo er þá er eitthvað verulega mikið að við ákvarðanatöku í þessum banka.  Hvað hefur Jón Ásgeir á Finn bankastjóra sem er þess valdandi að maðurinn ætlar að afskrifa allt útrásarsukkið á þessa gosa sem léku aðalhlutverkið í hruni orðstírs íslenzku þjóðarinnar ??  Getur verið að þeir séu svo mikilvægir að þeir þurfi að vera hér allsráðandi á íslenzkum matvörumarkaði áfram ??  Hvaða kosti hafa feðgarnir sem gefa þeim þessa sérstöðu ???  Þjóðin vill fa´RÖKSTUÐNING fyrir þessari ákvörðun !!!

Það verður krafa almennings að ríkisstjórnin taki nú í taumana og reki stjórnendur þessa banka strax, fari svo í fyrramálið að við fáum fréttir af því að þeir haldi áfram völdum sínum á matvörumarkaðnum. 

Það verður aldrei liðið.


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að losna við þetta nafn !!!

Mikið vona ég að breytt verði um nafn á þessari fyrrum ránsmyllu Framsóknarmafíunnar gömlu.  Enda eru allir fyrri eigendur flúnir land með skottið á milli lappanna eins og barðir hundar.  Geta ekki horft framan í þjóð sína og beðist afsökunar.

Nú eiga bara Sigurður, Finnur, Ólafur og Hreiðar eftir að finna sér ný nöfn í útlöndum, þangað sem þeir eru flúnir og lifa af ránsfengnum.  Þá verður endanlega búið að grafa arfleifð þessarar stærstu  svikamyllu- og ránsherferðar Íslandssögunnar.

Verði þeim að góðu, þeir eru EKKI velkomnir til Íslands aftur.

 


mbl.is Nýtt nafn á Kaupþing?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur ertu Árni Þór !!!

Konan mín er hálfur Ameríkani - þ.e. er fædd þar og verður því alltaf með bandarískan ríkisborgararétt.

Og þá spyr ég Árna Þór - Vinstri grænan vitringinn á Alþingi:  Á konan mín þ.a.l. að borga skuldir Lehman Brothers, sem fóru á hausinn og skyldu eftir sig þúsundir milljarða slóð um allan heim ??  Eða á hún að borga upp skuldir bandarískra fyrirtækja um allan heim ???

Nei eðlilega ekki, og þ.a.l. á almenningur á Íslandi EKKI að borga upp skuldir sem óreiðumanna-einkafyrirtæki stofnaði til í útlöndum.  Það leiðir af eðli máls að þar sem búið var að einkavæða þessa banka og "hagnaður" þeirra rann til eigendanna, en ekki almennings, þá eru þetta ÞEIRRA skuldir.

Við, íslenzkur almenningur, berum einfaldlega ekki ábyrgð á þessum skuldum. 

Vaknaðu nú Þyrnirós, eða hvað þú ert, og farðu að hugsa með hagsmuni íslenzkrar alþýðu í eitt skipti að leiðarljósi  !!!!!!!!!!

 


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slátraðu frekar Icesave - ESB umsóknin er SJÁLFDAUÐ !!!

Þar sem ég vil hvorki ganga í ESB - né greiða Icesave, þá finnst mér að Ásmundur eigi nú þegar að reyna með öllum tiltækum ráðum að stöðva lagafrumvarpið um Icesave. 

Það er miklu mikilvægara að stöðva Icesave, þar sem ESB umsókn Íslands er í sjálfu sér "sjálfdautt verkefni".

Aðildin verður aldrei samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þjóðin fær engu ráðið með Icesave, þess vegna verður Ásmundur að berjast með kjafti og klóm fyrir hagsmunum íslenzku þjóðarinnar í Icesave málinu !!!!


mbl.is „Við slátrum ESB-kosningunni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgið þið skuldirnar ykkar strax - þá er hægt að tala saman !!!

Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar, sem nú á Haga, að helstu skuldafeðgar samfélagsins greiði strax upp skuldirnar við bankann.  Ekkert rugl um einhverja skuldbreytingu og framlengingu og hvað þetta bull allt heitir sem þeir hafa stundað alla tíð og á stóran þátt í hruninu.

Nei, bara borga upp í topp og málið dautt !!!!


mbl.is Munu ekki þurfa að afskrifa neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans lygari - afsakið orðbragðið !!!

Hvernig dettur manninum í hug að venjulegur Íslendingur, með greindarvísitölu yfir 50, geti trúað annarri eins lygaþvælu og þessari  ??

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var og er kúgunartæki Breta og Hollendinga í Icesave deilunni, um það verður ekki deilt.

Nú verður Alþingi að standa saman og fella Icesave frumvarpið - ég skora á þá þingmenn VG sem eftir eru með smá hugsun, að fella þennan samning.

Þá verður fróðlegt að sjá viðbrögð AGS - svo sannarlega er ég viss um að aftur fari allt í hnút.  En við eigum að berjast fyrir rétti íslenzku þjóðarinnar í þessu máli - til síðasta blóðdropa - ef með þarf !!! 


mbl.is Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband