Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Algjört reginhneyksli ráðstjórnar-ríkisstjórnarinnar !!!

Það er alveg með ólíkindum hversu þolinmóðir Íslendingar eru gagnvart þessari gjörspilltu ríkisstjórn krata og kommúnista.  Nú hefur sólkonungur hennar, Árni Páll, tekið af skarið og opinberað spillinguna svo ekki verður um villst.  Enda er hann bróðir spilltasta borgarstjóra Reykjavíkur um árabil - já mannsins sem tók þátt í olíuverðsamráðinu - ef einhver var búinn að gleyma því - og hundskaðist úr stóli borgarstjóra með spillt skottið á milli lappanna.

Og nú er kominn í sæti umboðsmanns skuldara einn stærsti einstaki kúlulánaþegi landsins, Runólfur Ágústsson, sem hefur sér það helst til frægðar sér unnið að skuldsetja bæði sig og Bifröst upp í rjáfur og sennilega langt uppúr strompnum, svo nú situr ekkert eftir nema rjúkandi rústirnar.  Ég hefði haldið að hann ætti að vera fyrstur í biðröðinni eftir hjálpinni, svo eitthvað hefur Sóli kallinn misskilið hlutverkið. 

Ætli hans fyrsta verk verði ekki að laga pínulítið til lánin hjá sjálfum sér svona aðeins til að ulla framan í landann og fullkomna sirkusinn í þessu skrípaleikriti fáránleikans.

Vonandi mun íslenzka þjóðin fljótlega sjá að sér og henda þessu hyski út úr ráðuneytinu, með góðu eða illu !!!


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband