Risaáfangi í afsagnarferli Steingríms !!

Fjármálaráðherra er kominn í slíkt öngstræti að hann bókstaflega verður að segja af sér.  Hann hampaði fyrri samningi sem þeim bezta sem Ísland ætti völ á, en þjóðin blessunarlega hafnaði.

Allir spádómar um endalok eldgömlu Ísafoldar sem sjálfstæðs ríkis, ef fyrri samningar yrðu ekki samþykktir,  voru einfaldlega hræðsluáróður eins og komið hefur í ljós.

Nú verður þessi samningur að ganga til þjóðarinnar að nýju, þar mun honum verða hafnað, og í framhaldinu segir þessi óláns-ríkisstjórn af sér.  Því fyrr, því betra.

 

 


mbl.is „Risaáfangi í endurreisn Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 09:41

2 identicon

Það er engin von til þess að Langanes-Móri og Silfurskottan ásamt hennar hjörð hypji sig frá af sjálfsdáðum. Þetta fólk tók átta þúsund manna mótmælum á Austurvelli sem fagnaðarlátum gagnvart sér og síðan hefur fjöldinn veigrað sér við að mótmæla. Hin hliðin á þessu er svo sú að ekki verður séð hver á að taka við. Það er eins og fólk sem situr á alþingi verði flest allt fyrir því að reka höfuðið illilega utan í dyrastafinn þegar það gengur inn í húsið. Einu rökin að skipta forystusauðunum út eru þau að forystusauðirnir nú eru augljóslega algjörir sauðir sem hafa ekki skilning á vandamálunum, hvað þá hvernig á að leysa þau. Það er því til vinnandi að sjá hvað einhverjir aðrir sem kæmu í staðinn ná að áorka - verra verður það tæplega. Í gamla gamla daga var lekandi víst meðhöndlaður með arseniki. Sú meðhöndlun virkaði víst vel á sjúkdóminn en sá hængur var á að hún drap líka sjúklinginn - skyldi þetta meðferðarúrræði hafa verið fundið upp af forfeðrum skötuhjúanna ofangreindu?

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 10:05

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála

Jón Snæbjörnsson, 10.12.2010 kl. 10:28

4 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér. Hins vegar virðast menn segja nánast hvað sem er til að sitja áfram í ráðherrastólunum. Ég held t.d. að Gyfli M. hljóti að hafa talað gegn betri vitund þegar hann sagði að við yrðum Kúba norðursins.

Það er eins og Steingrímur líti á sig sem frelsara landsins og að við séum fáfróður lýður sem skilur ekki hvað honum er annt um okkur og að það sem hann er að gera sé okkur fyrir bestu.

Svo má nú ekki gleyma því sem Steingrímur sagði 2007 um að hér ætti að koma upp netlöggu. Það er alveg með ólíkindum að hann skuli ekki hafa dottið út af þingi fyrir þessi ummæli. Svo má ekki gleyma því sem hann sagði fyrir fáeinum mánuðum: Hér er hagvöxtur. Nokkrum dögum síðar kom svo í ljós að hér var áframhaldandi samdráttur. Laug maðurinn um hagvöxtinn eða vissi hann ekki betur? Sama hvert svarið er, hann á að hætta og snúa sér að öðru en stjórnmálum.

Ekki má gleyma þætti fjölmiðlamanna tragedíunni, þeir eru enn að tala við mennina sem voru hér með dómsdagsspárnar vegna Icesave. Af hverju kann þetta fólk ekki að skammast sín? Fjölmiðlar hér eru flestir alveg arfalélegir :-( Sumir hafa talað með þeim hætti að ekki er hægt að taka þá alvarlega.

Sjálfstæðismenn þurfa að útskýra fyrir fólki að hrunið hér er ekki einhverjum flokki að kenna, vinstri menn hafa komist upp með það óáreittir að ljúga þessu að kjósendum og á meðan flestir kjósendur heyra engin andsvör er ekki skrýtið að margir trúi þessu þvaðri. Er hrunið alls staðar í heiminum Sjálfstæðisflokknum að kenna eða bara hér? Sjálfstæðisflokkurinn gæti hæglega fengið vel yfir 40% ef þingmenn flokksins væru ekki svona hræddir að taka slaginn við stjórnina. Núa þarf þessum liðléttingum upp úr eigin vangetu og vankunnáttu enda finnur fólk það nú á eigin skinni hve slappir og getulausir stjórnarliðar eru.

Jon (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband