Heilög Jóhanna - móðir andvana ríkisstjórnar

Var að hlusta á fréttirnar áðan og 3 hlutir vöktu eftirtekt mína:

1)  Össur og Kolbrún (líffræðingurinn og hvíslarinn) algerlega ósammála um álverið og leggja sinn hvorn skilninginn í málið.  Heilög Jóhanna segir að Össur hafi rétt fyrir sér.

2)  Steingrímur (jarðfræðingur) vill ólmur komast í myntbandalag með Norðmönnum, og sendinefnd á vegum frænda okkar er á leiðinni til landsins til að forða okkur frá ESB  ruglinu (þar er ég sammála SJS).  En viti menn, Jóhanna verkstjóri er algerlega ósammála og telur okkur betur borgið í faðmi hrynjandi Evrópubandalags þar sem allt er á leiðinni norður og niður.  Semsagt bullandi ósamkomulag í ríkisstjórninni á 2 starfsdegi hennar.

Niðurstaða:

Þessi stjórnarslit af hálfu Samfylkingarinnar snerust eingöngu um það að komast í forsætisráðherrastólinn til þess að geta náð fram hefndum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gagnvart Davíð Oddssyni, sem svo eftirminnilega pakkaði henni saman í kosningunum 2005. 

En það sem verra er er að þau hafa ekki ennþá áttað sig á því að það er ekki hægt að reka mennina úr embætti nema veita þeim áminningu fyrst eða þá að þeir hafi brotið verulega af sér í starfi.  Og núna snýst málið um það að biðja þá - vinsamlegast - um að stíga til hliðar, af því að það sé ÞJÓÐARVILJINN ??????????????????????

Þetta rugl allt saman á eftir að kosta þjóðina hundruðir milljóna, og allt gert í nafni útrásarklappstýrunnar á Bessastöðum.

Ég bíð ennþá eftir því að ofbeldissinnaðir mótmælendur skutlist nú úr 101 og fjölmenni til Bessastaða og grýti þar Bónuseggjum í embættisbústaðinn.  Sjáum til hvar Hallgrímur "bónus" Helgason og Hörður Torfason mótmæla næst !!!!!!!!!!!1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Er það dagsskipun sjálfstæðisflokks að drulla eins mikið yfir þes rikisstjórn eins og hægt er ? sorglegt að þetta skuli vera eina svar ykkar

Jón Rúnar Ipsen, 3.2.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Brattur

Það er ekki bara ÞJÓÐARVILJINN sem vill Davíð burt, heldur ALHEIMURINN allur...

Við borgum hærri vexti af láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna þess að Davíð Oddsson er Seðlabankastjóri... þó það sé bara vegna þess, þá á hann að víkja...
Ber Seðlabankinn enga ábyrgð á því að bankarnir urðu of stórir???

Stjórn Seðlabankans á að sjá sóma sinn í því að ganga út og þiggja ekki biðlaun...

Brattur, 3.2.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bíddu við Jón Rúnar, er eitthvað rangt í greininni ??

Og þú Brattur, þessi fullyrðing þín lýsir kjánaskap og engu öðru, hærri vextir út af Davíð, ég meina þú ert vonandi fermdur er það ekki ???

Sigurður Sigurðsson, 3.2.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Brattur

Jú, jú... ég er fermdur... en hvenær fermist þú?

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú nefnir 3 hluti en telur upp 2. !!!

Greinilega ekkert mark takandi á þér!

Páll Geir Bjarnason, 3.2.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fyrirgefðu Páll Geir, en ég gleymdi að minnast á hvalamálið, þú hefur vonandi heyrt fréttirnar í gær og viðtalið við Siv Friðleifs um það.

Þetta sýnir bara enn betur hversu sundurleit nýja kommúnistastjórn Íslands er.

Sigurður Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband