8 ára barn ? - Skammist ykkar

Vil nú taka fram að ég er hlynntur friðsamlegum mótmælum.  Að sjálfsögðu.  En í öllum bænum reynið nú að hlífa börnunum, mótmælendur.  Ekki fara niður á þetta lágkúrulega plan.  Hvað segir Hörður Torfason um þetta, finnst honum þetta sjálfsagt.  Lærði hann ekkert af því einelti sem hann varð fyrir á sínum tíma og þurfti að flýja land.

Vonandi tekur Hörður, sem skipuleggjandi mótmælanna, nú í taumana og kemur í veg fyrir þetta.

 


mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á síðasta fundi bað barnið um að fá að tala á næsta fundi.

Að höfðu samráði við foreldra og að vel athuguðu máli var orðið við þessari beiðni stelpunnar.

101 (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:41

2 identicon

Og veit 8 ára krakki hvað er því fyrir bestu?

Veit bara að ég missti áhugan á Raddir-fólksins með þessu uppátæki og ég mun ekki mæta þarna í 13. sinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fyrirgefðu 101, en telur þú að þessi beiðni hafi komið frá stúlkunni.  Ef svo er, þá hefur barninu ekki verið hlíft við þessum umræðum. 

Það er alveg á hreinu að svona ósk kemur ekki frá 8 ára barni bara upp úr þurru.

Sigurður Sigurðsson, 4.1.2009 kl. 16:48

4 identicon

Hvað varð um baráttuandan? hversvegna er fólk að rífast yfir því hvort það hafi verið siðlegt að leyfa aumingja stelpunni að halda smá ræðu? Hún virtist allavega ekki kveinka sér mikið yfir þessu og hélt barasta þessa þrusu ræðu!

Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband