Moody's - svikamyllan !!!

Hverjum er ekki sama þótt þetta kúgunartæki AGS, Breta og Hollendinga setji okkur í ruslflokk.  Íslendingar mega ekki gefast upp fyrir þessum kúgurum, sem greinilega ætla að gera allt til að komast yfir land og þjóð og leggja á okkur og börnin okkar byrðar sem við getum ekki staðið undir.

Moody's my ass !!!!


mbl.is Ísland á leið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hverjur breytir það fyrir okkur að álagið sé 500, 600 eða 800 punktar? þetta er álag sem við ráðum hvort eð er ekki við að borga af. hvort það sé aðeins hærra eða ekki skiptir bara engu máli. nema menn haldi að verðmæti verði til við lántökur og að lán séu eign.

Fannar frá Rifi, 26.2.2010 kl. 16:23

2 identicon

Sjálfsþurftarbúskap strax ! Ekkert helvítis viðskiptarugl! Hver þarf klósettpappír og internet? Ekki við Íslendingar því við viljum ekki borga neitt.

Ólafur S (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ólafur S heldur greinilega að ef menn skuldsetja sig ekki upp í rjáfur þá stoppist öll viðskipti.

nei við þurfum bara að eyða eftir efni en ekki fjármagna neyslu á lánum. það þurfa bara einfalda skynsemi til að sjá að þú eyðir ekki um efni fram án þess að fara í gjaldþrot. 

Fannar frá Rifi, 26.2.2010 kl. 16:27

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvernig eigum við t.d. að rekja sjúkrahús og skóla án þess að taka lán ? Verður þetta ekki bara þá eins og Ólafur er að lýsa ?

Finnur Bárðarson, 26.2.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Sannir íslendingar gefast ekki upp,það gera bara hræsnarar eins og ríkisstjórnin Það er að sega meðlimir stjórnarinnar

Jón Sveinsson, 26.2.2010 kl. 16:41

6 identicon

Ef við ætlum að fara út í fjárfestingar sem skapa atvinnu fyrir landann þarf fyrst að fá lán sem tekjur í framtíðinni þurfa að borga upp. Hvernig ætlum við að reisa verksmiðjur eða eitthvað annað ef við fáum ekki lánað fyrir því?

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 17:03

7 identicon

Til að Svara Finni , þá eru sjúkrahús og skólar sem og aðrar stofnanir reknar með skattpeningum . En þar liggur kannski vandinn hjá bæði ríki og bæjum en skatttekjur og útsvar virðast ekki duga fyrir kostnaði við sjúkrahús skóla og aðrar Stofnanir ! .

Það væri ekki óeðlilegt ef farið yrði í eðlilegan niðurskurð hjá bæði ríki og sveitarfélögum að það yrði tekjuafgangur af rekstrinum sem að mætti nota til framkvæmda eða til að minnka álagningu næsta árs hjá skattaðilum , eða er eðlilegra að taka bara lán og láta hlutina bara ganga eins og venjulega ? .

kveðja  Valgarð

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: The Critic

Ólafur og Bjöggi: Meiri skuldsetning og sérstaklega skuldsetning sem við ráðum ekki við að borga setur ríkið í ruslflokk. Með því að taka á okkur Icesave þá fyrst erum við komin í ruslflokk. Þetta matfyrirtæki lítur hinsvegar á skuldir sem eign og gefur betra lánshæfismat eftir því hvað skuldirnar eru meiri og minni líkur eru á að þær verði greiddar. Það var allavega reynslan með bankana fyrir hrun.

The Critic, 26.2.2010 kl. 17:54

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Matsfyrirtækið Moody's er ruslmatsfyrirtæki sem enginn ætti að taka mark á, alveg fram á síðustu stundu(fyrir hrunið) gaf Moody's öllum bönkum topp einkunn, hvað segir það fólki um slík fyrirtæki ? það segir mér að það sé ekkert að marka þeirra mat á öðrum og ættu þeir að fara í sjálfsmat. Og síðan spyr ég, þurfa matsfyrirtæki ekki að sæta neinni ábyrgð gagnvart fjármagnseigendum ? þau kepptust við að meta allt í topp allt fram að hruni sem fjármagnseigendur kokgleyptu.

Sævar Einarsson, 26.2.2010 kl. 18:06

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hefur komið fram að Icesave skuldirnar verða ekki eins þungur baggi fyrir þjóðina eins og flestir halda fram.

"með því að taka á okkur Icesave þá fyrst erum við komin í ruslflokk"

Þetta er reyndar öfugt. Við þurfum að afgreiða þetta mál.

Seðlabankinn, ASÍ og fleirri halda því fram.

Eða eru þeir ekki marktækir lengur?

Treystum á bloggarana frekar ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2010 kl. 19:07

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sleggjan, teluru að Versalasamningarnir eftir lok fyrri heimstyrjaldarinnar hafi verið smá tittlinga skítur og smámál? á hvern íslending þá er Icesave skuldin mun hærri heldur er þeir afarkostir sem Þjóðverjum var gert að taka á sig og þeir eru enn ekki búnir að greiða upp skuldina 92 árum eftir að fyrri heimstyrjöldinni lauk.

Fannar frá Rifi, 26.2.2010 kl. 22:07

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að við Íslendingar séum miklu ríkari en látið er uppi.  Var ekki verið að ræða það að Lífeyrissjóðir okkar séu sterkari en Olíusjóður Norðmann!!!. Þá er ég að hugsa um hvern haus á bak við eignirnar eða verðmætin. (1.600.000.000.ÍKR)

Eferlendir fjárfestar vilja ekki koma til Íslands er það ekki vegna lánshæfismats.  Fjárfestar líta eingöngu á innri struktur samfélags og getu þess til að framfylgja óskum þeirra fjármagns til ávöxtunar.  Þeir líta til stöðugleika, menntunarstigs og stjórnunar samfélagsins. 

Það þarf ekki matfyrirtæki eins og Moody´s til að fæla frá atvinnufjárfesta, því þeir vita hvaða vitleysingar starfa þar.  Það þarf starfshæfa ríkisstjórn til þess að atvinnufjárfestar komi til landssins. Þessi ríkisstjórn hefur ekki sýnt nein merki um að það sé hægt að starfa með henni.  

Fjármagnið er til í landinu til þess að koma öllum hlutum í gang aftur, ef fjárfestar vilja ekki koma. Það eina sem þarf til er að skipta um lið í stjórninni og koma að hugsandi mönnum. Ég  er ekki að tala um hægri eða vinstri, heldur er ég að tala um að koma að mönnum/konum sem hugsa aðeins lengra en niður á rassgatið á sjálfum sér.

Eggert Guðmundsson, 26.2.2010 kl. 22:41

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó að Eva Joly segir að þetta eru svipaðir samningar þá er það ekki heilagur sannleikur.

Það hefur verið sýnt fram á að Icesave er ekkert það þungur baggi. Það mun kosta 1-2% af landframleiðslu þegar kemur að því að borga þetta.

En fólk hefur mismunandi skoðanir ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2010 kl. 22:43

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

sleggja, hefur þú einhver haldbær gögn um það? eða hefuru bara svona mikla trú á fjárfestingarstefnu útrásarvíkinganna og landsbankans á erlendrigrundu?

Fannar frá Rifi, 27.2.2010 kl. 00:48

15 identicon

Eggert hefur rétt fyrir sér.

Ísland mun ekki rétta úr kútnum fyrr en fólk læknast af hægri-vinstri trúarbrögðum.

Það þarf óháða stjórn (þjóðstjórn) sem inniheldur fært fólk.

Það er ekkert mál að velja slíkt fólk með eitt lykilatriði að leiðarljósi. Nefnilega það að fólkið má ekki hafa tengsl í viðskiptalífið.

Það er allt sem þarf.

Ef ekki þá er þessi þjóð glötuð hvaða leið aðra sem hún velur sér.

Evrópusambandið er svo endastöð fyrir uppgjafa Íslendinga.

Már (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 02:05

16 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er vitlaust hjá þér Már, núna dugar okkur ekki handvalin ríkistjórn.  Hún verður að vera þjóðkjörin.  Það er ekkert að marka síðasta val þá var allt í uplaustn og hótanir geingu.  Fólk er að ná jafnvægi núna.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2010 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband