Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hrokagikkur Hollendinga !!

Mér finnst skína hér í gegn einhverskonar hroki í svari þessa manns ?? Vonandi áttar maðurinn sig á því að það er Alþingi Íslendinga sem veitir samþykki sitt á endanum fyrir ríkisábyrgðinni - en EKKI ríkisstjórnin. Hún gerði í buxurnar með sviksamlegum samningum - sömdum af kommissar Svavari og hyski hans.
En sem betur fer komu einhverjir fyrirvarar - sem menn þó deila um að muni duga.

mbl.is Sömdum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir samkvæmur sjálfum sér !!

Gott að vita til þess að Birgir Ármannsson er samkvæmur sjálfum sér og stendur með íslenzku þjóðinni gegn þessum aumingjasamningi við Breta og Hollendinga.

Huggulegt að vita til þess að hvert einasta mannsbarn í landinu fékk á sig 1 milljón króna skuld í morgun ???  + allt hitt !!


mbl.is Gat ekki fallist á að veita ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðutaka gegn íslenzku þjóðinni !!!!

Ótrúlegt að lesa þessa þvælu í einum af höfundum útrásarsukksins - tala nú ekki um þegar hann reynir að verja Sigurð Einarsson og Hreiðar Má.

Og hann minnist ekki einu orði á gamblið í Exista og stöðutökuna gegn íslenzku krónunni - sem er í raun stöðutaka gegn ÍSLENZKU ÞJÓÐINNI. 

Vonandi er tími þessara flottræfla liðinn - þeir geta drullast til að búa í útlöndum eftir sukkið mín vegna - eru væntanlega búnir að stela nógu miklu undan og skella því á leynireikninga úti í heimi.

Vonandi ná þér sér ekki aftur á strik í íslenzku samfélagi, sem á að vera byggt upp af heiðarleika og sanngirni en ekki svikum og prettum gegn náunganum.


mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur þetta á óvart ???

Greinilega flestir hugsandi menn að snúast á sveif með Íslendingum, og blekkingarleikur ESB og Samfylkingarinnar að koma betur og betur í ljós.

Íslendingar verða að standa saman og fella þennan samning, þótt það kosti það að Samfylkingin fari út í horn !!!!!!!!!!


mbl.is Icesave ógnar ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLIR Á AUSTURVÖLL KL. 5 Í DAG

" OFT VAR ÞÖRF, NÚ ER NAUÐSYN "

Nú verða allir sem vettlingi geta valdið að mæta á Austurvöll í dag kl. 5. 

Sýnum samstöðu með fátæku fólki og vanþakklæti okkar á kúgunarsamningum Bretlands, Hollands og Samfylkingarinnar gegn íslenzku þjóðinni !!!

 


Samninganefndin ekki starfi sínu vaxin !!!

Hverskonar skýring er þetta frá kommúnistafjármálaráðuneytinu ?  Var enginn töggur í þessari samninganefnd, lagðist hún þá bara á bakið og sagði OK.

Greinilega mikill afleikur hjá samninganefndinni og arfleifð Svavars og Steingríms verður ekki glæsileg ef þessi kúgunarsamningur fer í gegn.

NEI TAKK VIÐ ICESLAVE !!!

 


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA EKKI STÓRFRÉTT !!!!

Er það ekki stórfrétt að Samspillingin hafi hafnað láninu frá Rússunum, sem Seðlabankinn var búinn að redda, vegna óskiljanlegs ásetnings um að troða Íslandi í ESB.  Þess vegna er Ísland í þeirri hroðalegu stöðu sem raun ber vitni í dag.

Er þetta ekki stórfrétt - og til marks um ótrúleg afglöp Samspillingarinnar við stjórnvölinn - enn einu sinni ??

Það er þjóðþrifamál að koma þessu Samfylkingarhyski út úr stjórnarráðinu ekki seinna en STRAX !!!


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar vaknaðir - Steingrímur og Jóhanna STEINSOFANDI !!

Skv. þessari frétt virðist einhver hluti Breta vera að vakna upp við vondan draum.  En Steingrímur, Jóhanna og Össur virðast enn í fasta svefni.  Þau ætla sér að bjóða Ísland á silfurfati fyrir aðganginn til Brussel.

Greinilegt er að þessari ömurlegu vinstristjórn verður að koma frá hið fyrsta - íslensku þjóðinni til heilla, a.m.k. Samspillingarhluta hennar.


mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvernig gengur henni sjálfri ?????

Sennilega er þessi þvæla í konunni pöntuð frá Samfylkingunni, kæmi mér ekki á óvart þótt ISG standi þar að baki.

En að öðru,  hvernig hefur henni ásamt peningastefnunefndinni og nýja bankastjóranum (útlendingnum til bráðabirgða) gengið að lækka vextina og rétta af gengið ??

Ekkert - nákvæmlega ekki neitt !!  Gengið er í sögulegu lágmarki, sem þó var byrjað í góðum styrkingarfasa þegar Davíð var bolað út og vextirnir lækka ekki neitt.

Held að þessari kellingu sé betur komið fyrir í einhverri prjónanefnd á vegum gamla Kvennalistans heldur en við stjórn efnahagsmála á Íslandi  !!!


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla - eina leiðin !!!!!!!!

Ég er nokkuð sammála þeim sem telja að þjóðaratkvæðagreiðsla sé eina leiðin í þessu Icesave máli.  Er ekki bara komið að því að þjóðin SJÁLF fái að ákveða hvort hún vill gangast undir þessa samninga og þessar skuldir langt fram á öldina ??

Þessir ræflar í núverandi stjórn geta ekki skilið það að þjóðin vill ekki greiða skuldir örfárra glæpamanna, sem í skjóli meingallaðs regluverks Evrópusambandsins, sem allir ESB sinnar hér á blogginu taka ekki fram (vísvitandi), notfærðu sér til að ryksuga upp allt íslenzka bankakerfið og meira til.

Það verður að láta þjóðina sjálfa ákveða hvort hún vill greiða skuldir útrásarvíkinganna.  Ef einhverntímann hefur verið gjá milli þings og þjóðar þá er það núna. 

En þar sem forseti vor var mikill vinur útrásarvíkinganna og helsti bandamaður þeirra í útlöndum, þá er ekki við því að búast að hann gangi gegn vilja vinstri-kommúnistastjórnarinnar í þessum efnum.  Því mun hann örugglega EKKI neita að skrifa undir ef þessi þvæla verður samþykkt á Alþingi.

Málið á að fara fyrir dóm þjóðarinnar - punktur.


mbl.is Ræða breytingar á Icesave í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband