Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ég treysti á að Sjálfstæðisflokkurinn felli þennan samning !!!

Fljótlega mun reyna á styrk þingmanna Sjálfstæðisflokksins.  Munu þeir standa með íslenzkum almenningi eða greiða atkvæði gegn honum og binda þjóðina í slíka skuldafjötra að enginn vill hér lengur búa  ??

Við sem sýndum Sjálfstæðisflokknum þó þá hollustu í síðustu kosningum að kjósa hann aftur krefjumst þess að þingmenn flokksins samþykki EKKI þennan Icesave samning sem villuráfandi vinstristjórn hefur gert við Bretana.

Við megum ekki láta kúga okkur til ábyrgðar skulda sem við berum ekki ábyrgð á.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks:  Hér með skora ég á ykkur að segja NEI við þessum samningi og láta reyna á styrk og þor íslenzku þjóðarinnar.  Við höfum staðið slíkt af okkur áður og gerum það núna. 

Allt annað eru LANDRÁÐ


mbl.is Rætt um Icesave á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilega RISAGJÁ milli þings og þjóðar !!!!!!!!!!!

Það er með ólíkindum að hlusta á þessa tvo forsvarsmenn stjórnarinnar halda því fram að þetta mál sé ekki þannig vaxið að það eigi að fara í þjóðaratkvæði.

Nú verður gaman að sjá viðbrögð Bessastaða - Bola !!!  Er hann sömu skoðunar ??  Mun hann neita að skrifa undir þessi lög og vísa þessu þar með í þjóðaratkvæði.

Þetta fólk er svo gersamlega viðsnúið og undarlegt að engu tali tekur.  Mér sýnist Steingrímur bara búinn á því og hann hefur greinilega kastað hvíta flagginu inn á vígvöllinn = UPPGJÖF.

Þessu fólki verður að koma frá völdum - þau eru ekki starfi sínu vaxin, hafa ekki þekkingu sem til þarf eða metnað fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar.

Allir á Austurvöll í dag !!!


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygarinn Össur Skarphéðinsson á að segja af sér !!!!

Ef þetta reynist rétt hjá Árna, þá er Össur Skarphéðinsson einfaldlega lygari og ekkert annað. 

Ráðherra sem er uppvís að því að ljúga að þjóðinni á að SEGJA AF SÉR - STRAX.

Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar í dag að Össur Skarphéðinsson segi af sér.

 


mbl.is Var undir forystu utanríkisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lið með öllum mjalla ??

Þetta er nú einhver ótrúlegasta frétt sem ég hef lesið.  Skuldavandinn minni en áætlað var.  Ég myndi skilja þetta ef það væri 1. apríl

Mér skilst að þeir sem hafa fengið frystingu lána séu ekki taldir í þessum hópi.  Hversu margir skyldu þeir nú vera ??

Þessari kommúnistaríkisstjórn verður að koma frá sem fyrst.  Við verðum að fá ALVÖRU-stjórnmálamenn sem geta tekið af skarið og blásið von og lífi í íslenzku þjóðina  !!


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband