Huglaus Steingrímur J.
5.3.2010 | 11:27
Nú er komið í ljós að bæði Steingrímur og Jóhanna eru hugleysingjar.
Þau styðja samninginn sem þau þvinguðu í gegnum Alþingi - reynar gegn vilja meirihlutans - en segjast núna ekki fara á kjörstað. Hvernig getur nokkur maður látið sér detta í hug að þetta fólk geti stjórnað landinu ???
Lýðræðisástin er greinilega að bera þetta pakk ofurliði - eða hitt þó heldur.
Sem betur fer munu þau hundskast út úr stjórnarráðinu eftir helgina - beint til Bessastaða og segja af sér.
Tími huglausustu og framkvæmdaminnstu ríkisstjórnar íslandssögunnar er á enda. Tilraunin er einhver sú dýrasta í sögu þjóðarinnar og árangurinn er minni en enginn.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er lóst að fólk sem ekki mætir á kjörstað hefur ekkert með atkvæðarétt að gera. Hvað sem gert er í kjörklefanum þá er lágmark að taka þátt.
Björn H Hermannsson, 5.3.2010 kl. 11:33
Þetta eru mögnuð skilaboð frá forystu ríkisstjórnarinnar: Ekki mæta á kjörstað! Nægði parinu ekki að mæta og skila auðu? Að mana þjóðina til þess að sniðganga atkvæðagreiðsluna, eftir allt sem á hefur gengið og í núverandi stöðu, merkir uppgjöf í Stjórnarráðinu og skemmdarverk gagnvart lýðræðinu.
Herbert Guðmundsson, 5.3.2010 kl. 11:37
Ég er búinn að kjósa.
Villi villti (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:40
"að sjálfsögðu" sagði steingrímur aðspurður hvort hann myndi greiða með lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvað breyttist? Var maðurinn að átta sig á því núna fyrst að lögin sem hann samþykkti og var aðal hvatamaðurinn að, voru og eru vonlaus?
Auðvitað eru þessar kosningar ekki mjög merkilegar, en þær eru ekki merkilegar fyrir þær sakir einar að lögin sem ríkisstjórnin samþykkti voru vonlaus. þessar kosningar eru ekki orsök, heldur afleiðing
joi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:45
Þau ættu að segja af sér áður en kosið verður um Icesave eða strax eftir að búið er að kjósa og þessu hafnað, þetta er landráðsfólk og Íslenskum almenningi til háborinnar skammar, þeirra tími er löngu liðinn, enda búin að hanga á þingi í yfir 20 ár, Jóhanna yfir 30 ár.
Sævar Einarsson, 5.3.2010 kl. 11:48
Sammála ég held að það þurfi að svipta Jóhönnu,Steingrím og Gylfa sjálfræði, það getur enginn heilvita maður hugsað eins og þessir umrenningar og landráðspakk.
Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:57
Ólánsfólk sem Jóhanna & Steingrímur voru á stríðsárunum kölluð " Quislingar".
Íslands óhamingju verður allt að vopni að slíkt lið skuli verma æðstu stjórnunarstöður þjóðarinnar á mestu örlagastundum í lífi Íslendinga.
Vei þeim !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:18
skandall, algjör skandall. Þau eiga að seiga af sér á stundinni!! Þau vita að þau eru búin að eyðileggja fyrir sig
og að þau mun ekki verða kosin í næstu kosningar þannig að þau gefa skít í okkur og reyna að eyðileggja eins
mikið og hægt er!! Ég er laungu búinn að kjósa! NEI.
Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:32
Lady GAGA & SteinFREÐUR fara á KOSTUM í neikvæðri merkingu þess orðs, nú er mál að linni - farið hefur FÉ betra!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:53
Hvað er besta ráðið fyrir þjóðina?
Gamli (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:25
utanflokksstjórn!
Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 14:43
Finnst nú fyrirsögnin ekki alveg rétt. Ef hann væri huglaus mundi hann væntanlega vera fremstur í liði þeirra sem ætla að segja Nei. Held þvi að menn séu að sjá þetta rétt. Minni líka menn að hann hefur væntanlega miklu meiri innsýn í hvaða staða er í þessu máli og afleiðingar þess.
Og Sævar held að utanflokkastjórn ætti nú alveg eins erfitt með að koma málum í gegnum þingið. Þyrfti að semja um öll mál og vinna sér meirihluta. Sama á við þjóðstjórn og Starfsstjórn og Minnihlutastjórn. Það er heldur ekki að sýna sig að fólk hafi einhvern áhuga á samvinnu milli flokka. Ef þessi stjórn fer frá koma hinir flokkarnir til með að fá tækifæri að mynda stjórn. Þá fengjum kannski Birgittu sem fjármálaráðherra. Eða Sigmund Davíð?
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2010 kl. 17:05
utanflokksstjórn er samt betra en einhverjir úr fjórflokknum, Sjálfstæðisflokkurinn er of miklir hagsmunatengsl fyritækjanna sama gildir Framsókn. Samfylkingin er bara með eitt á stefnuskrá Evrópubandalagið sama hver útkoman í öðru málum verður. Vinstri grænir með steingrími nej takk. Væri þá kanski Ögmundur og Lilja móses sem væru sannir sjálfum sér. Ég væri til í að sjá þau í hreifingunni kannski og þróa þann flokk áfram en annars myndi ég skila auðu ef alþingiskosningar væru í dag.
Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 17:36
Er Herbert þessi þá söngvarinn Herbert Guðmunds ?
Krímer (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.