Íslendingar greiða EKKI skuldir óreiðumanna í útlöndum !!
6.3.2010 | 15:15
Til hamingju með daginn kæru Íslendingar.
Í dag ætlum við að sýna samstöðu okkar og samtakamátt og hafna því að láta kúga okkur til að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum, eins og ágætur maður orðaði það svo vel á sínum tíma.
Þessar skuldir eru ekki á ábyrgð íslenzku þjóðarinnar, hvorki siðferðilega né samkvæmt lagarökum.
Við getum treyst því að fjölmargir stuðningsmenn íslenzks almennings fylgist vandlega með þessari kosningu og því er mjög mikilvægt að sem flestir nýti atkvæðisrétt sinn og fari á kjörstað.
Allt bendir til að niðurstaðan verði afgerandi. Og þessi niðurstaða mun senda Bretum og Hollendingum skýr skilaboð: Það verður ekki samið við þá á þeirra forsendum, einungis forsendum Íslendinga þar sem útgangspunkturinn er sá að við berum ENGA ábyrgð !!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.