Nei, en þær binda endi á óstjórn vinstri manna !!!
8.3.2010 | 17:01
Farðu nú að vakna Jóhanna og hlusta á þjóðina !!
Hún vill þig burt úr stjórnarráðinu sem fyrst, það er fyrsta skrefið af mörgum sem þarf til að rétta af heimilin í landinu og koma einhverri festu á stjórn landsins.
Tilraun hreinnar vinstri stjórnar á Íslandi er lokið, henni lauk með algerum ósigri ykkar á öllum sviðum. Þið hafið engu komið í verk og heimili landsins ÖSKRA eftir einhverri sanngjarnri lausn á skuldavanda sínum.
Eitt megið þið þó eiga: Þið hafið skipulega afskrifað lán til gjaldþrota fyrirtækja útrásarvíkinganna og komið þeim aftur í hendurnar á þeim !!
Það er ástæðan fyrir reiði þjóðarinnar og vilja hennar til að þið hundskist út úr stjórnarráðinu !!!
![]() |
Kosningarnar ljúka ekki málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ef þetta kallat ósjórn hvað kallast þá að setja heilt þjóðfélag á hausinn
ég spyr er eithvað til í þessu hjá þránni?
Guðni Sigmundsson, 8.3.2010 kl. 18:08
Jóhanna kann að sitja fast man ekki betur en hennar flokkur ásamt sjálfstæðisflokknum hafi reynt að sitja afsér búsáhaldabyltingunna
Guðni Sigmundsson, 8.3.2010 kl. 18:12
Ég þori að veðja að hvaða ríkisstjórn sem er fyrir utan samfylkingin(og steingrímur) , myndi landa Icesave samkomulag innan vikna og með 100 sinnum betri samning en samfylkingin(og steingrímur)!
Sævar Guðbjörnsson, 8.3.2010 kl. 20:47
Þetta stenst ekki rök Sævar.
Sjálfstæðismenn voru á leiðinni að semja á mun verri forsendum. Þeir eru bara í vinsældarleik í þessu Icesave máli ásamt framsókn.
Hættið bara að velta öllum þessu misheppnuðu flokkum fyrir ykkur. Þeir eru ekki þarna til að vinna fyrir hin almenna Íslending.
Þvert á móti eru þeir bara þarna til að klekkja á hvorum öðrum og ná völdum aftur fyrir fjármagnseigendur sem þeim stýra.
Ef Íslendingar halda virkilega að það munu hjálpa að skipta um ríkisstjórnir þá eru þeir geðveikir. (geðveiki er að gera alltaf sama
hlutin aftur og ætlast eftir annari útkomu(
Flokksræðið er vandamálið. Það þarf breytta hugsun. Þjóðstjórn hæfra einstaklinga sem verða að vera algerlega ótengdir viðskiptalífinu er málið.
Þá batnar allt flótt.
Már (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 05:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.