Verður lygi banabiti Jóhönnu Sigurðardóttur ?
8.5.2010 | 07:51
Allt bendir nú til þess að Jóhanna Sigurðardóttir hafi lofað Seðlabankastjóra kjörum sem hún nú kannast ekkert við og sé því að segja þjóðínni ósatt.
Ef satt mun reynast, ætlar þá íslenzka þjóðin að sætta sig við þá staðreynd að á stóli forsætisráðherra situr manneskja sem ekki hikar við að ljúga að henni þegar svo ber undir ??
Hverskonar uppeldi fékk sú manneskja sem getur ekki horfst í augu við staðreyndir og sagt satt og rétt frá ?
Verðum við ekki að gera þá sjálfsögðu kröfu að á stóli forsætisráðherra sitji einstaklingur sem viti muninn á réttu og röngu ?
Greinilegt er að þann kost hefur Jóhanna Sigurðardóttir ekki.
Því verður hún að segja af sér tafarlaust !!
Blekkingum hafi verið beitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna Sig. hefur vanist á að fela hluti og ljúga og skringilega komist upp með það ótrúlega lengi. Jóhanna hefur logið upp á ólögvörðu Icesave í heilt ár um viða veröld og kallar það okkar skuldbindingar. Jóhanna kom með ofbeldi yfir okkur umsókn að EU gegn tæpl. 70% landsmanna. Konan er forsvari blekkinga, lyga og spillingar. Og hefur líka komið Anne Shibert Icesave-konu vel fyrir inni í Seðlabankanum á ofurlaunum til að svíkja og tala Icesave yfir okkur í erlendum fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir er óheill og hættulegur stjórnmálamaður og hefði fyrir löngu þurft að víkja.
Elle_, 9.5.2010 kl. 14:49
Jóhanna hefur logið upp á okkur ólögvörðu Icesave - - -
Elle_, 9.5.2010 kl. 14:51
Tek undir allt sem hér hefur verið sagt, en það vandamál fylgir samviskulausum að orð virka ekki á þá. Samviskuleysi er geðsjúkdómur sem gerir það að verkum að viðkomandi trúir sjálfum sér alltaf og undrast hinna. Orð duga þess vegna ekki á Jóhönnu, það þarf afl.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.5.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.