Leyndarpukur þingmannanefndarinnar !!
23.9.2010 | 09:28
Nú hefur það verið upplýst að innan þingmannanefndarinnar voru einstaklingar sem vildu einnig ákæra Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Aðrir voru á móti. Upplýst er að hún kom mjög mikið við sögu í hruninu, vissi án efa í hvað stefndi ekki síður en hin sem ákærð eru, en aðhafðist ekkert, hvort sem hún gat það eða ekki.
Og þá er komið að kjarna málsins, af hverju lagði þingmannanefndin ekki til að Jóhanna Sigurðardóttir yrði ákærð fyrir sömu vanrækslu og hin ??? Af hverju sleppur hún ???
Þessari spurningu verða þingmenn að fá svar við, allt annað skoðast sem pólitísk spilling af hálfu þeirra sem vildu að Jóhanna Sigurðardóttir slyppi við ákæru en aðrir ekki.
Allsherjarnefndin verður að komast til botns í þessu máli og láta sitt álit í ljós.
Þingmenn hafa núna síðasta tækifærið til að sýna hvað í þeim býr !!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Athugasemdir
Össur sleppur náttúrulega, enda sagði hann frammi fyrir nefndinni sem tók saman stóru skýrsluna að hann hefði ekki hundsvit á peningum! Það er spurning hvort hann hefur yfirleitt meira en hundsvit.
Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.