Fáum við eitthvað að vita ??????
3.1.2009 | 21:17
Getur verið að einhvern tímann á næstunni fái almenningur í landinu að vita hvað verið er að rannsaka. Væri ekki ráð að segja frá því hverjar grunsemdir rannsakendanna eru. Það myndi friða almenning a.m.k. í bili. Þetta óvissuástand er algerlega óþolandi.
Hvernig gengur t.d. með rannsóknina á fjármagnsflutningunum frá gamla Kaupþing til útlanda ?? Er ekki hægt að upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann, hvort verið var að færa peninga til starfsmanna bankans, vildarviðskiptavina, alþingismanna - eða til aðila tengda þeim, til yfirmanna stofnana ríkisins, auðmanna (t.d. Jóns Ásgeirs, Finns Ingólfssonar, Ólafs Ólafssonar, Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más, Kristjáns Arasonar, eða annarra aðila. OG ÞÁ HVERRA ??? Eru þetta aðilar tengdir gömlu framsóknarmafíunni ???
Við verðum að fá að vita hverjir eiga þessa leynireikninga erlendis ??? Það er krafa almennings að fá að vita hverjir þetta eru - NÚNA
Rannsaka fjárfestingar sjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sama bullið og ekkert sagt
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:31
Svarið við spurningunni ( Fyrirsögninni ) er.
NEI.
Óskar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:20
Jú jú Gísli. það er örugglega búið að skipa nefnd uppgjafadododododadadadedede.Og mun hún skila áliti sínu árið dadadadadedededdididi.og að fengnu áliti nefndarinnar þykir ekki rétt að aðhafast neitt í málinu.
axel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:24
Æ ég gleymdi einu. Álit nefndarinnar kostar einhverjar millur!!!
axel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:28
Er Felumálaeftirlitið (Skammstafað F.M.E.) vaknað .Já góðan daginn!!!
lelli (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:35
Þeir hefðu strax í upphafi átt að gefa út lista yfir þau atriði og þá aðila sem yrðu sérstaklega rannsakaðir. Þá hefði almenningur getað hringt inn upplýsingar. Alltof mikil hula yfir þessu hjá þeim. Skapar tortryggni.
Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.