Úrhrak aldarinnar - þvílíkur manndómur Hörður !!!!

Skammastu þín - mannfjandi.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Etv. illa orðað hjá Herði - en nota bene veikindi Geirs skipta engu máli hvað mótmælin varðar eða efnahagsástandið að öðru leyti en því að Geir ákveður að draga sig í hlé.  Við vitum heldur ekki hvernig spurningin var borin upp við Hörð eða hvort við séum að sjá svar hans í heild.  Held að Hörður sé mikill mannvinur.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:40

2 identicon

Af hverju á Hörður að skammast sín?

Ef fólk vildi gjöra svo vel og hlusta á upptökuna af viðtalinu við hann þá er alveg ljóst að Hörður er aðeins að ræða kröfurnar um afsögn ríkisstjórnarinnar, ábyrgð í stjórnsýslunni og kosningar við fyrsta tækifæri. Kosningar í vor án afsagnar eða ábyrgðar þangað til kallar hann reykbombur sem fólk sjái í gegnum. Hann harðneitar því að blanda einkalífi Geirs Haarde eða veikindum inn í hina opinberu umræðu og ummælin sem fréttin byrjar á eru innan úr miðju viðtalinu þar sem hann er spurður sérstaklega út í veikindi Geirs. Hann sér ekki ástæðu til að blanda þeim saman við ákvörðun um kosningar eða setu ríkisstjórnarinnar. Sérð þú ástæðu fyrir því? Varla er nokkur að halda því fram að ástæðan fyrir því að kröfum þjóðarinnar og samstarfsflokksins í ríkisstjórn um kosningar í vor sé mætt núna fyrst og fremst vegna veikinda forsætisráðherra?

Arnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:41

3 identicon

Algjörlega óforskammanlegt!!

Íris Dögg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Viljið þið ekki róa ykkur, og gefa Herði færi á að skýra sitt mál.

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 20:39

5 identicon

Það má kannski til sanns færa að hvað varðar persónulegann harmleik Haarde fjölskyldunar er óviðeigandi að draga pólitik inn í málið. En Geir bjó sjálfur til þennann kokteil af hans persónulega lífi og þjóðlífinu, og því er ekkert óviðeigandi fyrir hörð að svara í því samhengi.

Það er hræðilegt að báðir leiðtogarnir þurfa að glíma við þessi veikindi, og hvað það varðar hafa þau samúð mína alla. En með að þau séu bæði hálfpartinn úr leik vegna veikinda en vilja ekki stíga til hliðar, og leyfa þjóðarskútunni að sigla áfram reiðilaust, þá hefur þjóðin samúð mína alla.

Núverandi ástand er svo krítískt að það að láta tækifæri til að færa til hluti til betri vegar fyrir heila þjóð renna úr greipum sér, af samúð við einn mann, það er manndómsleysa.

Sveinbjörn Pálsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:45

6 identicon

Sammála Arnari , og til viðbótar er það óþolandi að Geir og Ingibjörg ætli að halda þjóðinni í einhverju limbói næstu vikur á meðan kemur í ljós hvort þau verða vinnufær , þau eiga skilyrðislaust að stíga til hliðar og taka sér það veikindafrí sem þau þarfnast, í kirkjugörðum landsins er fullt af fólki  sem taldi sig ómissandi

Óska þeim báðum góðs bata

P.S Höfundur síðu , ég held að þú ættir sjálfur að skammast þín,  dómharði skratti

jón ágúst (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó þér finnist orð Harðar óviðeigandi þá réttlætir það ekki að kalla hann úrhrak aldarinnar, mannfjanda og annað eftir því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 21:05

8 Smámynd: Sigrún Lilja Einarsdóttir

Mér finnst allt of margir hafa verið meðvirkir í þessum ólátum og ofbeldisverkum, sagt bara ,,æi, fólk hefur bara misst sig aðeins" og nú bætist þessi meðvirkni með þessum kuldalegu orðum Harðar Torfasonar. Við megum ekki gleyma hlutum eins og samúð með náunganum.

Sigrún Lilja Einarsdóttir, 24.1.2009 kl. 10:01

9 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:22

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæl öll,

Ég hef margsagt að ég er sammála réttinum til mótmæla.  Að sjálfsögðu.  En ég er á móti ofbeldi og skemmdarverkum.  Þeir sem framkvæma slíkt eru að mínu mati skríll.  Mótmælendur skiptast sem sagt í heiðarlega mótmælendur og skíl.  Þannig er það bara.

En maður getur ekki orða bundist að maður hélt þroskaður maður eins og Hörður Torfason skuli bregðast við með þeim hætti sem hann gerði í gær. 

Sem betur fer hafði hann þó vit á því að biðjast afsökunar á mótmælafundinum í dag.  j

Eðlilega verður manni heitt í hamsi Sigurður Þór og á að sjálfsögðu ekki að kalla manninn mannfjanda.  Ég get alveg viðurkennt það og beðist afsökunar.  Þá skalt þú líka vera sammála mér um það að margir hérna á blogginu þurfa að draga orð t.d. um Davíð Oddsson til baka sem sögð hafa verið. 

Getur þú samþykkt það ???   Ef ekki , þá ertu nú aldeilis ekki samkvæmur sjálfum þér.

Sigurður Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 16:11

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er algjörlega sammála því að margir hafa sagt óviðeigandi orð um Davíð

Oddsson og ýmsa aðra. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband