Mótmælendaræfill - slæm birtingarmynd
23.1.2009 | 20:30
Því miður lýsir þetta hugarástandi lítils minnihluta ræfla sem eru litlir menn.
Þvílíkur karakter þessi mótmælandi. Í sama flokki og Hörður Torfason = AUMINGI
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég hvorki vinstri né hægri maður, og efa eiginlega að vinstri grænir geti stjórnað nokkru betur. En þetta er ekki spurning um það í mínu áliti. Þetta er bara fjandans prinsipp mál, sem er virt allstaðar annars staðar í vestræna heiminum. Það er að axla ábyrgð og segja af sér eftir svona atburði. Það sýnir skítlegt eðli Sjálfstæðisflokksins, og taumlausa valdagræðgi, og gera það ekki. Ekki gleyma, ef VG hefði gert sama, hefði ég commentað um það hvað þeir væru gráðugir. Ísland hefur bara hvorki hefð fyrir afsögnum og mótmælum, og ansi margir kvarta yfir því hvernig þessi "skríll" dirfist nú að hafa skoðanir og mótmæla fullkomnu vanhæfi...
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:59
Magnús: "Skítlegt eðli Sjálfstæðisflokksins"
Heyrðu góði ekki þessa 5 ára fávisku. Hefur einhver úr Samfylkingu sagt af sér? Hefur einhver úr Framsóknarflokknum lagt skóna á hilluna útaf þessu? Hefur einhver í FME sagt af sér?
Þetta tengist ekkert heilum flokk, heldur einstaklingum og þannig eigum við að kjósa. BURTU MEÐ FLOKKA PÓLITÍK!
Ragnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:06
Var bara að renna gegnum bloggið um þessa frétt ...
Varð að koma þessu að ..
VÁ hvað þetta er smekkleg umræða hérna! Eða hittþó.
Eggert J. Eiríksson, 23.1.2009 kl. 22:09
"Hvernig heldur þú að ástandið verði þegar svona andskotans hyski er búið að koma að kommastjórn ??? Kolbrún Halldórs sem dómsmálaráðherra? Steingramur sem forsætisráðherra?? Sóley Tómasdóttir sem féagsmálaráðherra???"
Satt segir þú. Þetta er fólk sem ég vil alls ekki fá í ríkisstjórn. Ég mundi halda að besta leiðin til að trygga að svo verði ekki er að passa upp á að sjálfstæðisflokkurinn verði sem stærstur í næstu kosningum.
Ég hef venjulega kosið samfylkingu en vandamálið er að hún er sennilega orðin of lítil til að sigra Vg og því færi atkvæði mitt fyrir lítið. Ég hef því ákveðið að kjósa Sjálfstæðisflokk til að tryggja að hann fari yfir 30% í næstu kosningum. Þannig má líklega koma í veg fyrir að Sóley Tómasar og Kolbrún Halldórsdóttir komist til valda verði þær í framboði.
Gunnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.