Áskorun um að strika út nafn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í kosningunum í vor.

Ragnheiður Rikharðsdóttir, af einhverskonar femíniskum sjálfsathyglissjúkum hvötum, ryðst nú fram sem áður, og heimtar Davíð Oddsson burt.  Hún er ekki spurð hvers vegna hann eigi að víkja, hún þarf ekki að rökstyðja neitt, heldur kemst hún upp með það að vekja á sér athygli með ummælunum einum saman.

Hún hefur ekki sýnt neitt af sér á þingi þessi manneskja og er að mínum dómi afar lítill mannkostur og henni mun ég aldrei treysta til að sitja áfram á þingi og vera í forsvari þjóðarinnar á nýjum tímum.

Þessvegna skora ég á alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem kjósa í hennar kjördæmi í vor, að gera alvöru úr því að strika nafn hennar af listanum.  Það eru makleg málagjöld sem þessi stjórnmálakvenleysa á skilið.

Burt með svona sporgöngumenn af þingi. 

Og segðu strax af þér þingmennsku og fáðu varamanninn inn.  Virðingingarvísitala þíngsins myndi hækka verulega við þann gerning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Er það ekk full harkaleg aðgerð að strika út þingmann sem hlustar á fólkið?

Offari, 25.1.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hlusta á hvaða fólk  ???

Sigurður Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 19:06

3 Smámynd: Offari

Fólkið í landinu.  Krafa fólksins er að allir fari frá. Seðlabankastjórnin Ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið og Skilanefndirnar. Þetta er einföld krafa meðan fólk heldur að hrunið sé ríkisstjórnini að kenna treystir enginn stjórnini og pólitískum ráðningum.

Því er það nauðsynleg aðgerð að skúra all rækilega til að skapa aftur traust í þjóðfélaginu. Það er einfaldlega ekki hægt að byggja aftur upp fyrr en traustið kemur aftur.

Það er ekki það að ég kenni þessum aðilum um hvernig fór því ég hef tildæmis mikla trú á Davíð enda hefur hann barist gegn spillingini en barátta hans er vonlaus ef traustið vantar.

Offari, 25.1.2009 kl. 21:31

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eigum við þá ekki bara að hvetja karlinn í prófkjör og fá hann aftur í landsmálapólitíkina.  Að mínu mati eini maðurinn sem hefur barist gegn þessari spillingu  ???

Svo er hann a.m.k. í bili heill heilsu, ég get ekki séð að þau 2 sem núna eru við stjórnvölinn geti á nokkurn hátt staðið í kosningabaráttu. 

Þau eiga að hugsa um heilsuna og fjölskylduna og hætta strax.

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Offari

Sisi  Ég er því miður hræddur um að hann sé of umdeildur til að hann geti verið á yfirborðinu. Ég held að betra sé að hafa hann bak við tjöldin í að leggja línurnar í baráttuni gegn spillinguni.

Offari, 26.1.2009 kl. 13:47

6 identicon

Það er bara ekki nóg að berjast eingöngu móti spillingu sem er þér ekki að skapi, ef það eru "réttir" menn að spillast þá er allt ok.  Og spilla svo sjálfur á fullu að auki, eða er það ekki spilling að koma sér í seðlabankann með pólitík, það hefur jú komið í ljós að maðurinn hefur ekki kunnáttu til að vera þar. Dabbi vitnaði oft " að þetta þekkist ekki í nágrannalöndum" þegar hann vildi fjölmiðlafrumvarpið í gegn, en á sama tíma barðist hann gegn að bókhald stjórnmálaflokka væri opnað, en ástandið hér þekkist ekki í nágrannalöndum, og svo eins og áður sagði, kom sér í seðlabankann, en þannig ráðningar þekkjast ekki í nágrannalöndum okkar.

Ekki það að Dabbi hefur gert margt gott, eins og ......... ja .........  bíddu við ............. já , góður textinn,  Við Reykjavíkurtjörn. 

Biggi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:54

7 identicon

SISI, það ríkir líðræði í sjálfstæðisflokknum og Ragnheiður hefur rétt til þess að tjá hug sinn. Skrítið hvað karlar vilja alltaf þagga kvenkyns stjórnmálamenn. Mér finnst Davíð hafa haft rétt fyrir sér á margan hátt, en mér finnst líka að hann hefði getað leyst mörg erfið mál með því að víkja sjálfur úr Seðlabankanum strax í haust og auðvelda þannig fyrir því að róa reiðan almenning sem átti rétt á því að vera reiður. Það er ekki alltaf nóg að hafa rétt fyrir sér. Hver og einn þarf að þekkja sinn vitjunartíma.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 05:32

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæl Adda og þakka þér kommentið.

Ég er ekki að tala um þetta útfrá karlrembusjónarmiðum.  Man ekki betur en að frú Ragnheiður hafi ekki verið vel liðin í Mosfelsssveitinni vegna einræðistilburða og frekju.  Kannski er það misminni.

Ég tel bara að þjóðin þurfi sterkan leiðtoga, ef nokkurn tíma þá núna, til að leiða hana út úr þessum ógöngum.

Því miður eru þessir alþingismenn okkar, nánast allir sem einn, algjörir sporgöngumenn.  Enginn þeirra virðst hafa neitt bein í nefinu.

Þess vegna vil ég fá Davíð aftur inn sem leiðtoga þjóðarinnar,  hann hefur margsýnt hversu mikill leiðtogi og yfirburða stjórnmálamaður hann er. 

Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 09:15

9 identicon

"sjálfstæðismenn eru ópólitískir" og "sjálfstæðismenn eru foringjahollir, vilja fá einhvern til að hugsa um þetta fyrir sig" sagði Hannes H. G. svo eftirminnilega, en hann, og þú nú SISI, áttið ykkur kannski ekki á því að þetta er neikvætt en ekki jákvætt. Neikvætt vegna þess að það er lýðræðislegt að hafa skoðanir á öllum málum, að láta þær skoðanir heyrast, og þetta er aldrei mikilvægara en í flokka-landslagi.

Benedikt (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband