NEI TAKK - SAMA OG ÞEGIÐ

Meirihluti Íslendinga vill ekki aðild að Evrópusambandinu. 

Það þýðir ekkert að koma með svona tilboð, við viljum vera sjálfstæð þjóð og njóta sjálf þeirra auðlinda sem land og hafsvæði gefur okkur.   Á því byggist tilvera okkar, en ekki á misvitrum bankamönnum og mér er alveg sama hvað þeir fengu háa einkunn í viðskiptafræðinni  !!!!!

Framundan er olíuvinnsla á Drekasvæðinu, ef rétt reynist þá munu verðmætin vera í kringum 400 faldar þjóðartekjur Íslendinga í dag.

Látum nú ekki ESB veldið, sem er að hruni komið, villa um fyrir okkur Íslendingum.  Við megum ekki glata sjálfstæði okkar hvað varðar ákvörðunarrétt yfir auðlindum okkar.


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið þykist ætla að hjálpa okkur í efnahagsmálum en er síðan ekki að hjálpa sínum eigin aðildarríkjum.

The Economist skrifaði á dögunum að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið eins og staðan í efnahagsmálum okkar er í dag yrði vaðið yfir okkur. Sambandið myndi einfaldlega hagnýta sér veika stöðu okkar út í ystu æsar.

Í frétt Vísir.is um ummæli Olli Rehn er haft eftir honum að innganga Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópusambandið. Og þar liggur hundurinn grafinn, við eigum miklar auðlindir sem sambandið vanhagar sárlega um. Evrópusambandið er engin góðgerðastofnun.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Wagner : Maðurinn þarf að þjást til að verða vitur.

Jónas Jónasson, 30.1.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband