Árni Páll: Þú hefur aldrei gætt hagsmuna íslenzku þjóðarinnar !!!!!!
6.2.2009 | 13:41
Miðað við málflutning þinn þá hefur þú aldrei gætt okkar hagsmuna. Horfðir blindur á bankana fara og hafðir ekki hugmynd um stöðuna. Hvað þá blessaður formaðurinn þinn og fyrrverandi viðskiptaráðherra.
Og svo ætlarðu í varaformanninn ???
Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"... að vera engill í ofviðri" er orðatiltæki sem manni kemur í hug við að sjá þessa umfjöllun.
Á sama tíma og tiltekinn íslenskur stjórnmálaflokkur rær að því öllum árum að við sækjum um aðild að Evrópusambandinu reynir hann af öllu afli að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að ofvöxtur íslensku bankanna er bein afleiðing af:
a) gildistöku reglna EES um viðskiptaumhverfi
b) sérstakri færni útsjónarsamra Íslendinga til að færa sér í nyt götin í reglunum.
Það má vel vera að eftirlitsstofnanir hefðu átt að stinga við fæti, en hvaða heimildir höfðu þær til þess? Hvað sögðu Evrópureglurnar?
Flosi Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.