Reginhneyksli - segðu af þér ÓRG
12.2.2009 | 12:51
Þessar fréttir eru með ólíkindum ef sannar eru. Forsetinn er hér farinn að túlka stjórnarskrána með einhverjum algerlega nýjum hætti.
Ég hefði haft gaman af því að heyra sjónarmið þeirra Ólafs Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar á þessu athæfi Bessastaðabóndans.
Er nú ekki kominn tími á að mótmælendur fylki liði til Bessastaða og hendi Bónuseggjum í fjárhúsin ???
Segir afskipti forsetans af stjórnarmyndum opinbert leyndarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er löngu kominn tími til að mótmælendur haldi til Bessastaða en það verður ekki gert.
Forkálfar mótmælanna eru vinstri sinnaðir og þeir fara aldrei að mótmæla þeirra heilögu kú hr. Ólafi Ragnari. Það henntar ekki í pólitísku plotti og valdartafli sem mótmælin klárlega eru. PUNTUR.
þor (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:03
Ekki það að ég ætli mér að verja ÓGR, en höfðu stjórnmálamennirnir sem þú nefnir einhvern einkarétt á því að túlka stjórnarskrána?
Magnús Sigurðsson, 12.2.2009 kl. 13:05
Ég sem hélt að mótmælin snérust um réttlæti ekki pólitík. Var ég eitthvað að misskilja?
Offari, 12.2.2009 kl. 13:11
Hvorki Bjarni Benediktsson eða Ólafur Jóhannesson voru nú ekki neinir hugsuðir. Annar skapaði "rússagrýluna," og hinn var fastur í því að S.Í.S. væri aðalaflið á Íslandi. Hvað hann myndi segja núna um "Maddömu Framsókn" það vildi ég gjarna vita. Nei þessir stjórnmálamenn voru ekki betri en þeir sem eru í dag. Þá tala ég um þeirra stjórnmálaferil ekki persónur.
Ólafur Ragnar er frábær forseti og við fáum aldrei betri forseta.
Og hættir þessu þrugli um forsetaembættið.
Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:32
Jóhanna: Vigdís Finnbogadóttir, enough said :)
Dóri (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:44
Hann óli grís er tilgangslaus hér á landi og gerir bara illt verra. Ef að hann væri maður í sér, þá myndi hann segja af sér.
Geir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:01
Hvort sem að þetta er rétt eða ekki getur öllum verið ljóst að forsetinn er farinn að íhluta ansi mikið um pólitísk deiluefni í samfélaginu. Forseti sem að er orðinn beinn þátttakandi í pólitískum deilum milli flokka eða fylkinga innan samfélagsins getur ekki verið á sama tíma forseti okkar allra.
Staðan í landsmálunum er þannig að nú situr ríkisstjórn sem að enginn hefur trú á. Þær vonir að myndun þessarar ríkisstjórnar myndi lægja öldurnar í samfélaginu eru algerlega brostnar. Og það sem að verra er, nú virðist sem að forsetinn sé komin í þessar deilur með þessu útspili sínu. Ég held að alger hreinsun á pólitíska sviðinu sé alger nauðsyn. Þar held ég að fyrst og fremst hefði átt að hreinsa út ef það átti að hreinsa út nokkurs staðar. Og sú hreinsun verður að ná til Bessastaða. Við getum ekki til lengdar þolað það að hér sitji forseti sem að ekki nýtur stuðnings allrar þjóðarinnar.
Jóhann Pétur Pétursson, 12.2.2009 kl. 16:24
Jóhanna Þórkatla - Bjarni og Ólafur verða alltaf taldir með mestu lögspekingum Íslands, hafði bara samband við lagadeild HÍ og kannaðu málið.
ÓRG er ekki forseti allrar þjóðarinnar og þaðan af síður sameiningartákn hennar.
Hann á að skammast sín og segja af sér.
Sigurður Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 08:35
Á Íslandi er lýðræði (ekki fullkomið lýðræði en engu að síður nefnist það lýðræði)
Við kjósum fulltrúa okkar á þing. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki alltaf verið sáttur við úrslit kosninga en þannig virkar lýðræði. Við kjósum líka Forseta Íslands en skv. stjórnarskrá ber hann ekki ábyrgð (Ráðherrar bera aftur á móti ábyrgð).
Það að segja að hann sé ekki forseti þjóðarinnar er innantóm þvæla. Meirihluti þjóðarinnar kaus hann. Þar af leiðandi verður minnihluti þjóðarinnar að sætta sig við kosinn leiðtoga. Að fullyrða um eitthvað annað er fáranlegt. Að spyrja af hverju mótmælendur fari ekki á Bessastaði er jafn fáránlegt. Setti ÓRG lögin sem gerðu það að verkum að stuttbuxnastrákarnir gátu vaðið um og skuldsett bankana jafn mikið og raun ber vitni? Lækkaði ÓRG bindiskylduna? Er ÓRG höfundur peningamálastefnu Íslands undanfarin 18 ár?
Það má vissulega setja út á ÓRG; hann var tækifærissinni í pólitík og enginn hugsjónarmaður, auk þess sem allt þetta havarí í kringum þýska viðtalið er eitt stórt klúður. En hann ber enga ábyrgð á þessu hruni. Hann var útrásar-klappstýra en öll þjóðin tók þátt í þeim klappstýruleik.
Það er í raun stórfyndið að lesa um það hvernig BB vill láta rannsaka orð ÓRG (hvað með frægt viðtal DO í Kastljósi eða símtal ÁM við Darling?) eða hvernig forsetinn er sakaður um að skaða orðspor Íslendinga erlendis. SÖmu þingmenn og eru að æsa sig yfir orðum ÓRG styðja upp til hópa að leyfa hvalaveiðar! Haldið þið virkilega að þær muni ekki skaða orðspor þjóðarinnar enn meir en heimskuleg ummæli forsetans? Það verða allir Þjóðverjar búnir að gleyma ÓRG eftir tvær til þrjár vikur en hvalveiðar verða væntanlega stundaðar næstu árin!
Mótmælendur Búsáhaldabyltingarinnar voru fyrst og fremst að mótmæla afneitun stjórnvalda á pólitískri ábyrgð. Ef ykkur sjöllum er svona annt um að mótmæla forsetanum af hverju farið þið ekki sjálf á Bessastaði? Það hefur sýnt sig og sannað að mótmæli á Íslandi bera árangur. Takið þið okkur til fyrirmyndar og látið í ykkur heyra ef þið eruð svona óánægð.
Hlynur Páll Pálsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:34
Hlynur Páll,
Ég get verið sammála þér um að við búum í lýðræðisríki. En ég tel, eins og mjög margir aðrir að þáttur hans í að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin á sínum tíma hafi verið afar dýrkeypt mistök og í raun óafsakanlegur gerningur. Með því kom hann í veg fyrir upplýsta umræðu og við vitum hvað gerðist í framhaldinu.
Og þau orð þín að öll þjóðin hafi tekið þátt í klappstýruleiknum eru hrein og bein móðgun við stóran hluta þjóðarinnar. Ekki er ég viss um að fólkið sem stóð og mótmælti sé þér nú alveg sammála. Það getur vel verið að þú sjálfur hafið tekið þátt í leiknum, staurblindur, en ekki margir aðrir.
Og þaðan af síður afsakar það forsetann, sem er ekki forseti allrar þjóðarinnar eins og best sást við fyrsta endurkjör hans eftir neitun fjölmiðlalaganna. Hins vegar er hann réttkjörinn forseti, á því er enginn vafi, en Guð hjálpi mér, hann er EKKI sameiningartákn þjóðarinnar, sem er einmitt gríðarlega mikilvægt hlutverk forseta á tímum sem þessum.
Sigurður Sigurðsson, 14.2.2009 kl. 13:56
Sæl SISI og takk fyrir svarið.
Embættið er sameinginartákn þjóðarinnar. Það er svo aftur á móti spurning hvort öll þjóðin sætti sig við athafnir og gjörninga þeirrar persónu er kosin er í embættið. Það neitar því engin(n) að það hefur mun meiri styrr staðið um setu óRG í embættinu en nokkurn annan forseta íslenska lýðveldisins. Við skulum þó ekki gleyma því að þetta er tiltölulega ungt embætti, sem fáir einstaklingar hafa farið með. Þar fyrir utan innibera ákvæði í stjórnarskránni um embætti forseta Íslands óþolandi þversögn sem felur í sér að forseti megi neita að skrifa undir lög en samtímis því má embættið ekki bera ábyrgð. Þetta meikar lítinn sens og ég held að það séu flestir sammála um það.
Fjölmiðlalögin voru að mínu mati (og margra annarra) vond lög þar sem þau beindust að einu fyrirtæki. Ég er enginn Baugsmaður en þessar aðfarir ríkisstjórnarinnar gegn einu ákveðnu fjölmiðlafyrirtæki voru mjög grófar. Ekki svo að skilja að ég sé mótfallinn því að Alþingi setji skýra og réttsýna löggjöf sem komi í veg fyrir að vald fjölmiðla færist á fárra hendur. Það gefur augaleið að slíkt einsleitt eignarhald grefur undan lýðræðislegri umræðu og gagnrýnni umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlalög eiga fullan rétt á sér en það hlýtur samt að sæta furðu í lýðræðisríki að setja sérstaklega lög sem beinast gegn einu tilteknu fyrirtæki sem starfað hefur innan ramma fyrri lagasetninga. Er það ekki? Ef ekki , þá getum við að minnsta kosti verið sammála um að vera ósammála.
Að lokum þá sé ég það núna að það var vissulega rangt af mér að fullyrða um heila þjóð í klappastýruleik. Ég var einungis að reyna að endurspegla tíðarandann fyrir hrun. Ég man ekki til þess að margir Íslendingar hafi andmælt opinberlega sjálfri útrásinni á sínum tíma. Leyfi mér því að segja að stór hluti íslensku þjóðarinnar hafi tekið þátt í klapppstýruleiknum. Að minnsta kosti voru mjög margar viðvörunarskýrslur um yfirvofandi hrun afgreiddar sem afbrýðisemi - eða fullyrt að þær hafi verið samdar með annarleg sjónarmið að leiðarljósi - af stjórnvöldum, fjölmiðlum og stórum hluta almennings.
Mér finnst frábært að fólk skuli láta í ljós reiði sína og óánægju með framgang yfirvalda (hvort um ræðir ríkisstjórn, forseta, sveitastjórn eða hvað annað) í aðdraganda hrunsins. Og það er gott að geta skipst á skoðunum um þessi málefni án þess að grípa til gífuryrða eða uppgjafar. Við erum kannski ekki sammála um allt en mig grunar að við séum þó á sama máli um það að íslensk yfirvöld hafa brugðist almenningi. Annars værum við varla lent í þessu skuldafeni...
Og að lokum, það er firra að kenna bara Sjálfstæðisflokknum um hrunið en hann á engu að síður stóran þátt í því með innleiðingu ný-frjálshyggju hugmyndafræðinnar í íslenskt samfélag. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn á að biðjast afsökunar á efnahagsstjórnuninni (þeir myndu græða fullt af atkvæðum við þann gjörning) þá á ÓRG að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu og hafa hægt um sig í þessum stórsjó efnahagshamfaranna.
Með vinsemd og virðingu,
Hlynur Páll Pálsson
Hlynur Páll Pálsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:00
Sæll aftur Hlynur,
Um það get ég verið sammála þér að embættið er, hefur verið og á að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Þess vegna er í raun forsetinn ábyrgðarlaus skv. stjórnarskránni, ráðherrarnir bera ábyrgðina - og að auki - framkvæma vald forsetans. Það hefur alltaf verið túlkað þannig að í raun sé forsetaembættið valdalaust, sem það í raun verður að vera til að forsetinn geti talist vera sameiningartákn þjóðarinnar.
En ÓRG hefur því miður á síðustu misserum og árum farið að túlka þessi áður umdeildu ákvæði stjórnarskrárinnar, sem ég tel að venjuréttur hafi skapast um í gegnum tíðina, sér í hag. Og þá á ég EKKI við neitunarvaldið, sem í raun held ég að sé óumdeilt að hann hefur. Hann hefur í ríkara mæli farið að hlutast til um stjórnmál eins og berlega kemur núna í ljós og tilefni þessara umræðna er. Þar finnst mér hann skjóta yfir markið, enn og aftur, og því get ég ekki litið á persónuna Ólaf Ragnar Grímsson sem sameiningartáknið áðurnefnda. Það er bundið persónu mannsins en ekki embættinu sem slíku.
Sjálfur er ég fylgjandi opnu hagkerfi, frelsi einstaklinga og sem minnstum afskiptum ríkisvaldsins af málefnum borgaranna þó að atburðir síðustu mánaða hafi vissulega komið manni til að hugsa dæmið upp á nýtt. Ég get að hluta til tekið undir með þér um að eftirlit kerfisins brást á síðustu árum. En að mínu mati hafa þó ákveðnir borgarar þessa samfélags seilst miklu lengra en góðu hófi gegnir í frelsinu og látið allar reglur, hvort sem um lagareglur eða almennar góðar siðferðisreglur er að ræða, lönd og leið. Sem dæmi var ég og er ennþá afar hrifinn af því framtaki Bónusfeðganna á sínum tíma þegar Bónus verlsunin var stofnsett. En í framhaldinu gengu menn einfaldlega allt of langt og viðskiptasiðferðið því miður komið á eitthvað drullumallsplan. Þetta dæmi sýndi sig best þegar þeir í einhverskonar leyniskjóli og með leppa fyrir sig stofnuðu Fréttablaðið - ókeypis auglýsingabækling fyrir Baugsveldið til að koma skoðunum sínum á framfæri og hlýtur að hafa verið greitt niður með álagningunni í Bónusverslununum. Og það er ekki eina dæmið, ef þú lest Hæstaréttardóminn yfir þeim þá sérðu hvað ég er að tala um. Af þessum sökum tel ég það hafa verið mistök af forsetanum að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin.
Ég hef líka margsagt það að ég er að sjálfsögðu sammála rétti fólks til að mótmæla hvar og hvenær sem er, þó að ég geti ekki alltaf tekið undir það eða verið sammála að hverju mómælin eiga að beinast.
Og að sjálfsögðu bera allir stjórnmálaflokkar ábyrgð á hruninu, en við skulum ekki gleyma viðskiptaforkólfunum, bankastjórunum og stjórnum þeirra, sem flutu greinilega sofandi að feigðarósi. Þeir eru að mínu mati stærstu sökudólgarnir og bera stærstan hluta ábyrgðarinnar.
Sigurður Sigurðsson, 14.2.2009 kl. 18:30
Sæll SISI
þar hittirðu naglann á höfuðið í nær öllum málsgreinunum þínum. Ég er sömuleiðis fylgjandi opnu hagkerfi þótt ný-frjálshyggjan (sbr. Laissez-Faire) hafi aldrei höfðað til mín. Reyndar hef ég orðað það sem svo að ég sé einhvers staðar á milli þess að vera félagslyndur frjálshyggjumaður eða frjálslyndur félagshyggjumaður í pólitíska litrófinu, enda tel ég svo vera að "markaðurinn" eigi mun frekar heima í viðskiptum og fjármálaheiminum og síður í heilbrigðiskerfinu, menntastofnunum eða ámóta grunn-velferðarstofnunum Vestræns lýðræðissamfélags.
Og að sjálfsögðu megum við ekki gleyma stuttbuxnastrákunum sem ofmetnuðust í allri umræðu um útrás og víkinga. Vonum bara að réttvísin fái fram að ganga og að þeim sem gerðust brotlegir við lög verði refsað fyrir háttsemi sína.
Þegar ég byrjaði að þvælast inni á blogginu þínu neita ég ekki því að mér blöskraði stórar yfirlýsingar þínar og ég fann mig knúinn til að koma með mótrök eða í það minnsta benda á hina hliðina. Eftir að hafa átt frekari samskipti við þig með svörum og mótsvörum hef ég reyndar komist að þeirri niðurstöðu að í grunninn erum við furðu sammála, því þótt við höfum (að öllum líkindum) kosið sitthvorn flokkinn í síðustu kosningum er oft hægt að finna flöt fyrir málefnalegri niðurstöðu í umræðunni um pólitík, burtséð frá flokkum og þeirra stefnuskrám. Það væri bara óskandi að steingervingarnir á Alþingi (þá á ég við flesta þingmenn allra flokka) myndu læra að stunda þess háttar samskipti á þinginu í stað þessa eilífa karps um ekki neitt.
Kærar þakkir fyrir góð og gild svör við spurningum mínum og athugasemdum. Ég er í raun búinn að hafa mjög gaman af því að rökræða við þig en því miður gerist það alltof sjaldan í bloggsamræðum netheima að hægt sé að halda uppi málefnalegum rökræðum. Okkar samræður eru þó vonandi ekki undantekningin sem sannar regluna heldur vísir að betri nýtingu á samskiptamöguleikum netsins á Íslandi.
Kveðja,
Hlynur Páll Pálsson
Hlynur Páll Pálsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:39
Sæll Hlynur og þakka þér síðasta svar.
Já auðvitað fór maður aðeins yfir strikið í yfirlýsingum til að byrja með og reyndar hef ég ákveðnar skoðanir á sumum einstaklingum, reyndar ekki bara út frá þeirra embættisfærslum upp á síðkastið, heldur einnig frá fyrri tíð, þar sem viðkomandi maður fór offari á Alþingi. Það vill svo til að eitt af fórnarlömbum hans var mikil fyrirmynd mín og mikill og vammlaus maður sem ég veit að varð fórnarlamb málsins á þeim tíma. Hann komst reyndar ágætlega frá því máli og mér til mikillar ánægju hitti ég hann nýlega, en þetta er nú önnur saga.
Þakka þér svo fyrir spjallið og vonandi komum við til með að eiga áframhaldandi málefnanleg skoðanaskipti hér á blogginu.
Sig. Sigurðsson.
Sigurður Sigurðsson, 15.2.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.