Hvað fékkst með því að skipta um Seðlabankastjóra ????
2.3.2009 | 10:24
Hvað fékkst með þessum ólöglega gerningi, akkúrat ekki neitt. Sama góða stefnan og hinir 3 voru með - hvað segir Vilhjálmur Væluskjóða Egilsson núna ???
Gjaldeyrishöft ekki afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sjá náttúrlega allir að það er miklu betra að hafa tvo aðstoðarbankastjóra og einn bankastjóra heldur en að hafa einn bankastjóra og tvo aðstoðarbankastjóra
Flosi Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 10:29
Hvað fékst? 1. Aukinn trúverðugleiki erlendis.
2. Fagmenntun í bankann.
3. Frið í landinu.
4. Bankastjóri sem gerðist sekur um embættisglöp fer.
hilmar jónsson, 2.3.2009 kl. 10:34
Hilmar minn:
Hvar mælirðu traustið erlendis og í hverju mælist það. Þetta er bara gjálfur í ykkur vinstrimönnum.
Fagmenntun í bankann - 2 fyrri bankastjórar voru hagfræðingar og 1 lögfræðingur. Er það ekki fagmennska. Amk. var sá fyrsti strax ráðinn í norska Seðlabankann - er hann ekki fagmaður þá ?
Var ekki friður í landinu ??
Svo er nú ákaflega barnalegt af þér að tala um embættisglöp - það hefur hvergi komið fram og kemur kannski aldrei, ætlar þú þá að biðjast afsökunar opinberlega ?
Sigurður Sigurðsson, 2.3.2009 kl. 10:42
Ef thú gerir thér ekki grein fyrir thví núna held ég ad thad sé ALGJÖR tímasóun ad reyna ad koma thér í skilning um thad. TÍMASÓUN.
RÉTT SKAL VERA RÉTT (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:54
1. Öll sú umræða sem farið hefur fram í erlendum fjölmiðlum um þrásetu Davíðs, hefur ekki hjálpað upp á orðsporið.
2. Aðalbankastjóri: Davíð var ekki með fagmenntun, og það skiptir öllu.
3. Fannst þér ástandið í landinu frá byrjun árs til þess tíma er Davíð fór, einkennast af friði ?
4.Bara 2 dæmi: Davíð lætur hafa eftir sér í frægum sjónvarpsþætti að Íslnedingar ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum innistæðueigendum.
Gaspur hans um Rússalán áður en að nokkuð lá fyrir um þau mál
hilmar jónsson, 2.3.2009 kl. 10:59
Hvað með það, allavega þá einfaldlega þarf að hafa þann sama hemil á útflæði eftir innflæði og þarf að hafa við hvaða rekstur sem er.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.3.2009 kl. 11:15
Hilmar, það er til lítils að rökræða þessa hluti hérna, við skulum bara sjá hvað kemur út úr rannsóknum á þessum málum öllum og dæma svo. Við verðum hvort eð er aldrei sammála í því.
Hitt þó veit ég og hef séð - Davíð hefur fyrir löngu síðan óskað eftir opinberri rannsókn - erlendri helst - á þessum hlutum öllum. Sennilega var hann með fyrstu mönnum sem þess óskaði.
Þú hlýtur að geta verið sammála mér um það að þar sé hann bæði sammála mér og þér ??
Sigurður Sigurðsson, 2.3.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.