Grundvöllur að stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna !!!

Mér líst vel á þessar tillögur Tryggva og þær eiga að vera grundvöllur að nýrri stjórn sem gerir eitthvað í málefnum fjölskyldnanna og fyrirtækjanna í landinu.

Þessi óstjórn sem núna situr gerir einfaldlega ekki neitt,  ég hef á tilfinningunni að Samfylkingin ætli að reyna með aðgerðar- og úrræðaleysi í efnahagsmálum að ÞVINGA íslenzku þjóðina inn í ESB bakdyramegin.

Það má einfaldlega ekki gerast að Sf plati Vg til samstarfs um slíkt. 

En þessar tillögur Tryggva, sem ég held að fjölmargir Sjálfstæðismenn geti tekið undir, eru vel þess virði að skoða og sjá hvort ekki reynist grundvöllur að frekara samstarfi flokkanna.

Sigmundur Davíð hlýtur að breyta um skoðun gagnvart slíku samstarfi fljótlega, enda orðinn illa pirraður á núverandi stjórnleysi !!!!


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú ekki ábætandi við allar þær hörmungar sem yfir okkur hafa dunið, ef í þokkabót kæmi aftur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Ég trúi því ekki að Sigmundur Davíð vilji slíkt.  Enda yrði það rothögg fyrir hans flokk og alla þá sem hafa verið að mótmæla að undanförnu.  Ef þeir flokkar sem komu okkur í þessi vandræði eiga síðan að leiða okkur út úr þeim, væri svipað og glæpamenn rannsökuðu eigin glæpi.  Ég vil sjá nýja ríkisstjórn með VG og Samfylkingunni.

Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já en það koma bara engar tillögur frá þessari ríkisstjórn, bara engar.  Og hvað eiga heimilin í landinu að bíða lengi eftir slíku ??

Sigurður Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel þessa hugmynd um 20% niðurfellingu skulda vera afspyrnu slæma. Þeir sem borga þessa niðurfellingu er væntanlega almenningur í gegn um ríkissjóð, eða bankana. Þá er enn eina ferðina verið að verðlauna skuldarana. Þar að auki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) búinn að hafna þessu.

Til er mikið betri lausn , sem kemur öllu hagkerfinu til góða. Þetta er upptaka nýs innlends gjaldmiðils undir myntráði. Ef US Dollar er metinn á 90 Krónur í stað 112 Krónur, sem er núverandi gengi, erum við að keyra verðbólguna til baka um 20% (90/112= 80%).

Með þessu móti erum við að lækka um 20% allar skuldir sem eru gengistryggðar og vísitölutryggðar skuldir um eitthvað í áttina að 20%. Að auki getum við skilað mestu af lánum AGS og losnað við þann gríðarlega vaxtakosnað sem þau munu valda okkur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband