GERÐU ÞÁ EITTHVAÐ - Kerlingar-uglan þín !!!

Farðu nú að drattast til að koma með einhverjar hugmyndir gamla kerling og hætta þessu væli.

Það koma engar tillögur til bjargar heimilunum í landinu frá þessari handónýtu ríkisstjórn, sem eingöngu var mynduð til að koma DO úr Seðlabankanum og koma manni að sem veit ekki neitt í sinn haus !!!

Heimili landsins eru að brenna upp og EKKERT kemur frá þessari kommúnistaríkisstjórn.

Ég krefst þess að Framsóknarflokkurinn taki beygju og bindist samtökum við Sjálfstæðisflokkinn um að reisa efnahag þjóðarinnar við og starfa saman eftir kosningar.

Fyrsta skrefið er að koma heimilum landsins til bjargar - NÚNA - STRAX.

 


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú eitthvað tæpur á því, heldurðu virkilega að D og B flokkarnir muni verja almenning? Hefur þú ekkert fylgst með þjóðmálum á Íslandi? Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega? Þú hrópar upp einhver gífuryrði og heldur að allt verði í lagi?

 Láttu nú renna af þér karlinn minn og kynntu þér raunveruleikann.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:34

2 identicon

Í alvöru talað - það er hægt að orða hlutina á margan hátt - þetta er ekki kurteislega orðalagið - en kjarni málsins er þessi - ríkisstjórn: bjargið fyrirtækjum og heimilunum - gerið eitthvað!!! Please!

Jónína (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:37

3 identicon

Ef þú gerir bara "eitthvað" til að þykjast geta bjargað öllum vanda eru mestar líkur á að útkoman verði enn dýpri kreppa´, ég tala nú ekki um andlegt jafnvægi er í stíl við orðbragðið í fyrirsögninni. Ríkisstjórnin ER AÐ VINNA eftir ítarlegri og tímasettri áætlun um endurreisn fjármála- og efnahagskerfisins sem er forsenda aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fleiri þjóðum. Fyrir fyrirtækin í landinu skiptir mestu að endurreisa fjármálakerfið og komast út úr gjaldeyriskreppunni og sú vinna er í fullum gangi um leið og tekið er á vanda fyrirtækja tilfelli fyrir tilfelli út frá viðurkenndri alþjóðlegri aðferð sem kennd er við London Approach. Búið er að grípa til fjölda aðgerða til að létta greiðslubyrði heimila og taka af þeim mesta höggið. Þar ber hæst greiðslujöfnunarleiðina en einnig er búið að útfæra leið til að hjálpa þeim sem skulda gengistryggð lán og Íslandsbanki er þegar farinn að bjóða.

Kjarni málsins er sá að eins og horfir með skuldastöðu ríkisins þá hefur þjóðin ekki efni á öðru en að hver króna sem fer í aðstoð renni til þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Allt annað mun aðeins leið til slíks skattaklafa að við kæfum vaxtarfæri atvinnulífsins og þar með þá verðmætasköpun sem við þurfum á að halda til að komast varanlega út úr kreppunni.

Því miður dugar ekkert annað í raun til að komast út úr kreppu en að bíta á jaxlinn, viðurkenna erfiðleikana, horfast í augu við þá, forgangsraða skynsamlega og tryggja verðmætasköpun í samfélaginu til framtíðar.

Jóhanna Sigurðardóttir á heiður skilinn fyrir hreinskilni og framsýni og að láta ekki leiða sig út í hókus pókus keppni pólitískra sjónhverfingamanna á atkvæðaveiðum!

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:46

4 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Þó pistillinn beru nú ekki merki þess að þú óskir eftir upplýstri umræðu um þessi mál, þá má ég til með að kynna fyrir þér þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leiti, viðvíkjandi skuldsettum heimilum. Jóhanna hefur sagt að Alþingi hætti ekki störfum fyrr en mikilvægustu mál, m.a. vegna þessa verði samþykkt.

Þú ræður síðan hvort þú heldur áfram að tala um að ekkert sé verið gera.

Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum

  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Theo

Hrannar, Hvað þýðir skuldajöfnun. Er það ekki bara lenging í hengingarólinni.

Theo, 25.3.2009 kl. 11:55

6 identicon

Takk fyrir athugasemdina Hrannar sem felur í sér upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Maður fær tár í augun þegar nakinn sannleikurinn blasir við.

Liður 1.,2.,5.,10.,11. eru allt lenging í ólinni fyrir skuldara, með tilheyrandi AUKNUM heildarkostnaði fyrir þá. Það kostar meira að skulda lengur.
Liður 3. hærri barnabætur nýtast þeim sem hafa lægri tekjur en 330 þúsund á mann/mánuði. Gögn sýna að það var frekar tekjuhærra fólkið sem tók erlendu lánin og situr uppi með tvöfalda greiðslubyrði og nýtist því þessi hækkun ekki, sérstaklega þeir sem nú hafa tvöfaldað vinnuna sína til að ná endum saman, þeir munu lenda í ofurtekjuskattþrepinu (500þ.+)
Liður 4. OK - takk fyrir að leyfa okkur að nota hluta launa okkar sem við lögðum sjálf í sparnað.
liður 6. Hvað í "#$& er samningskrafa?
Liður 7. Hámark dráttarvaxta er ákv af Seðlabanka, og helst í hendur við alm vaxtastig, EKKI ákvörðun ríkisstjórnar. Bankar ákveða svo sjálfir m.t.t. sinna hagsmuna hve háa vexti þeir inniheimta (upp að ákveðna hámarkinu)
Liður 8.og 9. hvaða máli skiptir af hvaða tekjum maður borgar skuldirnar sínar, þeim sem koma í formi bóta frá ríkinu eða launa? Engin hjálp.
12. Hjálp í gjaldþroti?
13. Opnað á mismunandi túlkanir einstaka aðila sem koma að mati á greiðslugetu. Aðferð snigilsins við úrlausn bráðavanda. Við þurfum bráðamóttöku, ekki langlegudeild. Það eru þúsundir manna á barmi örvæntingar. Núna!
14. Takk fyrir að leyfa okkur að leigja húsin okkar, sem við misstum út af almennu efnahagsástandi.

Er furða þótt fólk tárist?  Hvað þarf að gerast svo ríkisstjórnin komi með raunverulegar lausnir til að hjálpa fólki? OK - kannski er ekki hægt að fella niður skuldir - en hvað er þá hægt að gera????

Jónína (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:12

7 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hrannar er á fullu á COPY/PASTE takkanum sínum núna...eru að koma kosningar?

Ellert Júlíusson, 25.3.2009 kl. 13:38

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Takk Jónína fyrir að svara Hrannari fyrir mig, sé að þú hefur klárað það.

Já kannski er maður heldur orðljótur, og það ber að afsaka,  þegar maður er kominn í ham og les um að allar tillögur eru slegnar út af borðinu "af því bara".  Það er eins og ekki megi ræða þessar hugmyndir, einfaldlega af því að þær koma ekki frá Samfylkingunni.

Aðalatriðið er að stærsta hluta almennings verði komið til bjargar þannig að hann sogist ekki inn í svelginn, eins og Tryggvi Þór orðaði þetta réttilega.  Ákveðnum einstaklingum verður því miður ekki bjargað og ákveðnum einstaklingum þarf ekki að bjarga.  Stóra málið er að hinum, þ.e. þeim mikla meirihluta sem berst í bökkum v. hækkunar húsnæðislána (sérstaklega vegna hækkunar vísitölunnar) verði bjargað og skuldir þeirra afskrifaðar að hluta.  Það getur ekki verið vitlaus hugmynd, sérstaklega ef þær hafa þegar verið afskrifaðar hjá nýju bönkunum.

Því finnst mér þessi 20% niðurfærsluleið á húsnæðislánunum og röksemdir fyrir henni afar trúverðugar og kæmu langstærstum hluta landsmanna til góða.

Og enn og aftur er afar pirrandi að hlusta á Jóhönnu og Gylfa tala um að þetta sé óframkvæmanlegt af því að það sé of dýrt. Það eru ekki  röksemdir í málinu og ekki sæmandi ráðherrum að slá því svona fram.    

Sigurður Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 14:59

9 identicon

Ég held að þessi stjórn mun ekki gera mikið fyrir heimilin.  Að lengja í hengingarólinni er ekki að hjálpa.  Þó hefur þessi stjórn gert ýmislegt , eins og t.d. að afnema þessi eftirlaunalög sem er virðingarvert og reyna eins og kostur er að standa vörð um heilbrigðiskerfið.

En heimilin munu brenna ef ekkert verður að gert .  Það er betra að leiðrétta vísitöluna en að sjá á eftir þúsundum Íslendinga verða að Norðmönnum eða Kanadabúum.  

jonas (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:13

10 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ein spurning fólk talað mikið um að koma heimilum til bjargar vegna þess að skuldir þess séu að drekkja þeim . Gott og vel en nú er ég í þeirri stöðu að ég á ekki húsnæði né bil en skulda samt eingin talar um að koma mér eða þeim þusundum sem eru í sömu stöðu til bjargar . Ég hef engan áhuga á að bjarga fólki sem hefur keypt hús og bil á 100% lánum og heimtar svo hjálp til að standa í skilum . Það er fullt af eldra fólki sem skuldar ekki neitt en mun þurfa að taka á sig niðurfellingu skulda fólks sem kunni ekki fótum sinum foráð . ég og fleiri eru að skoða hvort eina ráð okkar til að þurfa ekki að borga þessa niðurfellingu húsnæðislána  sé að flytja af landi brott . En ef það gerist þá kemur það líka til greina að skilja skuldir sinar eftir hér á landi og hætta að greiða þær

Jón Rúnar Ipsen, 29.3.2009 kl. 13:26

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Rúnar:  Ég held að mjög stórum hópi fólks verði bjargað frá þroti ef skuldir verða að hluta felldar niður, t.d. 20%.  Þó vil ég sjá nánari útfærslu á þessu atriði.

Það kemur ekki þeim sem ekkert skulda, sem betur fer, til góða að þessu fólki verði ekki bjargað, það verður bara enn verra.  Við verðum að halda þessum hópi fólks gangandi og neyslan í samfélaginu má ekki algerlega dragast saman.  Þá sogast allir í svelginn, jafnt ríkir sem fátækir, skuldugir sem skuldlausir.  Svo einfalt er það.

Sigurður Sigurðsson, 30.3.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband