Greinilega RISAGJÁ milli þings og þjóðar !!!!!!!!!!!

Það er með ólíkindum að hlusta á þessa tvo forsvarsmenn stjórnarinnar halda því fram að þetta mál sé ekki þannig vaxið að það eigi að fara í þjóðaratkvæði.

Nú verður gaman að sjá viðbrögð Bessastaða - Bola !!!  Er hann sömu skoðunar ??  Mun hann neita að skrifa undir þessi lög og vísa þessu þar með í þjóðaratkvæði.

Þetta fólk er svo gersamlega viðsnúið og undarlegt að engu tali tekur.  Mér sýnist Steingrímur bara búinn á því og hann hefur greinilega kastað hvíta flagginu inn á vígvöllinn = UPPGJÖF.

Þessu fólki verður að koma frá völdum - þau eru ekki starfi sínu vaxin, hafa ekki þekkingu sem til þarf eða metnað fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar.

Allir á Austurvöll í dag !!!


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá hefur stærsti hluti þjóðarinnar ekki menntun til þess að geta vegið og metið hvort að við eigum að taka þennan samning eða ekki því ætti þjóðaratkvæðagreiðsla alls ekki að vera í myndinni í þessu máli.

Það er súrt að við þurfum að borga þetta, en  það var  hvorki ég né þú sem að skrifuðum undir sem ábyrgðamenn fyrir þessu ævintýri á sínum tíma en hitt er annað mál að fjármálaeftirlitið og co, gerði það fyrir okkar hönd með að stöðva ekki eða fylgjast nógu vel með útrásinni.

Ísland hefur ekki það sem þarf að bera til að geta verið sjálfbær þjóð. Því miður er staðreyndin sú að ef að við stöndum ekki við okkar skuldbindingar erlendis að þá einangrumst við alveg frá alþjóðasamfélaginu og eigum aldrei viðreisnarvon, því miður er það ekki spurning um valmöguleika að borga þetta við verðum hreinlega að gera það.

Þessi samningur er alls ekki slæmur og í raun sniðugur ef að maður kynnir sér hann í heild sinni, þ.e.a.s kosti og galla.

Á þessum sjö árum sem að við þurfum ekki að borga, getur verið komin næg verðmætasköpun í eignum erlendis til þess að standa undir þessum skuldum í heild sinni.

Mér finnst þetta jafn súrt og öllum öðrum eflaust en því miður þá verðum við bara að bíta í þetta súra epli og halda áfram. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það myndi kalla yfir þjóðina að neita að borga.

Solla Bolla (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 14:20

2 identicon

Solla það er ekki á okkar ábyrgð að við gripum þá ekki í glæpnum, frekar heldur en að það sé sök lögreglu ef innbrotsþjófur næst ekki við verknaðinn, þá fellur ekki skaðinn á nágrannana.

Einfaldur Íslendingur (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Já sniðugur samningur sem bætir við 36Milljörðum á höfuðstólinn á ári.

Þessi samningur er grín,  5.5% vextir er okur og ekki reyna að telja fólki trú um annað.

Ef þetta væri sama upphæð með 1-2% vöxtum og seinkun á afborgunum í 7 ár þá væri allavega hægt að sætta sig við þetta.

Jóhannes H. Laxdal, 9.6.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er fullt af hagfræðingum sem hafa greinilega mun betri menntun en þau sem núna stjórna, sem segja að við eigum alls ekki að taka þennan samning.

Solla - þú getur þá sagt með sömu rökum að fólk hafi ekki menntun til að fá að kjósa um ESB - þar sem það hefur ekki þekkingu á slíkum samningi. 

Við munum ekki einangrast að mati þeirra sem til þekkja.  Það eru einungis ESB sinnarnir sem halda þessu bulli fram. 

Vonandi ert þú ekki ein af þeim.

Og talandi um menntun - þá gat Jóhanna ekki farið til NATÓ-fundar vegna vankunnáttu í ensku ??  Finnst þér eðlilegt að fjármálaráðherra sé jarðfræðimenntaður ??

Sigurður Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Eldur Ísidór

Gjá á milli þings og þjóðar ? - Nei, þetta myndi teljast gljúfur !

Núna þurfum við VIRKILEGA á sterkum forseta að halda.

Eldur Ísidór, 9.6.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Til viðbótar við Icesave ábyrgðina þá er verið að taka lán hér og hvar, hjá norðurlöndunum, Rússum og víðar.  Afborganir af þeim lánum eiga eftir að bætast við það sem við eigum hugsanlega eftir að þurfa að borga vegna Icesave.

Samkvæmt áliti Jóhönnu og Steingríms hafa ráðdeildarsamir Íslendingar ekkert vit á samningum eða afborgunum lána og fá því ekkert um það að segja hvort við tökum á okkur þessa ábyrgð eða ekki.  Það er bara það sama og í ESB-málinu, við eigum helst bara að hlíða Jóhönnu og treysta henni, hún hefur vitið og viljann til að selja okkur í þrældóm.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.6.2009 kl. 14:53

7 identicon

SISI- Ég er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB málum líka !!!

Ég er hvorki með né móti ESB - þannig séð , hef þó góða trú á að það gæti verið gott fyrir okkur að ganga í ESB, en það er nátturulega með öllu ómögulegt að taka afstöðu til þess án aðildarviðræðna.

Solla Bolla (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Solla !!

Þú verður að hafa trú á þjóðinni, það er heigulsháttur að halda að þjóðin sé ekki nógu menntuð til að fá að ákveða um framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Annaðhvort hefurðu svona litla trú á þjóðinni eða einhverskonar menntasnobb er að angra þig.

Og hvað varðar ESB - þá er ég algerlega ósammála þér að þjóðinni sé betur borgið þar, þú sérð hvernig allt er að hrynja í Evrópu.  Um það getur fjöldi hámenntaðra hagfræðinga tekið.

Ef við hefðum hugsað eins og þú ert að gera hér í þorskastríðinu, þá hefðum við aldrei náð fram rétti okkar.  Þess vegna verður íslenzka þjóðin að hætta þessum undirlægjuhætti og hreinsa af sér þessa minnimáttarkennd. 

Það er nefnilega líka styrkur sem felst í því að vera lítil þjóð.

Sigurður Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband