Systurflokkar íslenzku -Samspillingarinnar með allt niðrumsig ??
29.7.2009 | 11:11
Ekki er nú á það bætandi - fylgið hrynur af þýzkum jafnaðarmönnum og nú verður kerlingarsniftin að segja af sér vegna eiginhagmunapots og heimsku.
Minnir óneitanlega nokkuð á það þegar krataforingi nokkur á Íslandi lét ríkið (okkur) borga brennivínið í afmæli eiginkonunnar.
Og á Bretlandi er systurflokkurinn rústir einar og stóllinn undir Brown orðinn funheitur. Fylgið sjaldan verið minna og óðum styttist í að meistari Cameron taki við stjórnartaumunum.
Og nú er bara næsta skref að koma stærsta spillingarflokki Íslands frá völdum - Samfylkingunni.
Mig grunar að sú stund renni upp fyrr en margan grunar !!
Ráðherrabíllinn fannst á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi færsla þín er ákaflega ómerkileg svo ekki sé nú meira sagt. Mér finnst gaman að lesa skemmtilegar færslur um hin ýmsu málefni þar sem ný rök eru færð fram og víkka sjóndeildarhring lesenda. Þessi færsla þín er ekki í þeim hópi. Ég er frekar hlautlaus í pólitík og kýs eftir mönnum og málefnum hverju sinni. Það er gott fólk í öllum flokkum og aulafyndni eins og samspilling eða sjálfseinkavæðingarsukkflokkurinn dæmir sig sjálf. Ég hvet þig til að vera málefnaleg.
Svavar Jónsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:45
Ég hef oft sagt það áður að ég tel mestu spillinguna tilheyra Samfylkingunni í íslenzkum stjórnmálum.
T.d. mærði Samfylkingin útrásina í hvívetna, tók upp hanskann fyrir Bónusveldið og kom fram með skammarlegar ásakanir á hendur ákveðnum mönnum fyrir að leggja þá í einelti. Það mátti semsagt ekki gagnrýna endalausan yfirgang Baugsveldisins, sem nú á stóran þátt í að setja íslenzku þjóðina á hausinn, þegar það var komið með 65% af matvörumarkaðnum á Íslandi undir sig ?? Græðgi Baugsveldisins átti sér engin takmörk, það þekki ég frá fólki sem átti í viðskiptum við það, og því tel ég að Samfylkingin sé spilltasti stjórnmálaflokkur landsins. Mörg önnur dæmi er hægt að taka, en ég hreinlega nenni því ekki þar sem færslan var í raun ekki um þetta mál.
Færslan var um það að systurflokkar Samfylkingarinnar á meginlandinu, flokkur socialdemókrata í Þýzkalandi og breski Verkamannaflokkurinn eru á fullri ferð að mála sig út í horn. Brátt tekur Íhaldsflokkurinn við völdum í Bretlandi og frú Merkel þarf ekki á þýzka jafnaðarmannaflokknum að halda við stjórn landsins.
Því þarft þú sennilega að lesa færsluna betur til að skilja hana Svavar. En að sjálfsögðu tengi ég þessa flokka við Samfylkinguna, Össur er nú félagi í brezka verkamannaflokknum, maðurinn sem vill ólmur setja fullveldi Íslands í uppnám og auðvelda Brussel-valdinu að komast yfir auðlindir Íslands !!
Og í framhaldinu þá er ég karlmaður og heiti Sigurður - bara svo það misskiljist ekki. SISI er ekki sama og SÍSÍ !!!
Sigurður Sigurðsson, 29.7.2009 kl. 13:29
Varðandi spilingu einstakra stjórnmálaflokka þá get ég frekar lítið sagt. Flest bendir til þess að Samfylkingin hafi ekki staðið sig frekar en aðrir. Þó finnst mér enn sérkennilegt hvernig þú dregur þann flokk fram fyrir aðra og þá kannski ekki síst Sjálfstæðisflokkinn með fyrrverandi formenn fremsta í flokki. Það virðist vera þinn flokkur ef marka má þínar fyrri færslur en sá flokkur hefur orðið uppvís að mestri spillingu allra til þessa. Því má segja að þú hengir bakara fyrir smið. Ekki var það Samfylkingin sem gaf bankana, ekki var það Samfylkingin sem réð ríkjum þegar landið var sett á hausinn. Ekki var það Samfylkingin sem hafði lykilmenn í bankaráðum Landsbankans o.s.frv. Þó Samfylkingin sé ekki að standa sig að mínu mati get ég ekki tekið undir söguskoðun þína því hún er ekki í nokkru samhengi við staðreyndir og nálast svona í fyrstu sýn að vera slök sögufölsun.
Lifðu heill Sigurður
Svavar Jónsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 23:08
Jæja Svavar:
1) Hver er spilling Sjálfstæðisflokksins - ekki gaspra bara út í loftið um spillingu - komdu með dæmi. Ef dæmið er það að bankarnir hafi verið "gefnir" þá skaltu spyrja alþjóðleg matsfyrirtæki sem voru fyrri ríkisstjórn til ráðgjafar við sölu bankanna. Það er greinilegt að þetta er bara gaspur út í loftið eins og hjá mörgum sem hér blogga. Minni þig jafnframt á að skuldir ríkissjóðs voru greiddar niður að stórum hluta með því fjármagni sem fékkst fyrir bankana.
2. Samfylkingin var við stjórnvölinn í viðskiptaráðuneytinu þegar bankarnir fóru á hausinn og hafði verið í 18 mánuði. Björgvin G. var eins og álfur út úr hól og þóttist ekki hafa vitað neitt. Reyndar trúi ég honum, því ég gruna ISG um græsku, jafnt í þessu máli sem fyrr. Hvernig getur þú sagt að Samfylkingin hafi ekki ráðið ríkjum þegar bankakerfið hrundi ??
3. Ekki er mér kunnugt um að Samfylkingin hafi haft fólk í bankaráði Landsbankans, en mundu að 2 aðrir bankar fóru á hausinn. Nr. 1 var það Glitnir og hver átti hann að stóru hluta ? Já einmitt Jón Ásgeir, sá hinn sami og Samfylkingin hefur lagt sig í líma undanfarin ár við að reyna að verja og haldið hlífiskildi yfir, meira að segja með hjálp flónsins á Bessastöðum sem er að mínu mati einn stærsti skaðvaldurinn í bankahruninu. Varla þarf að minna þig á hvað hann gerði - eða gerði ekki. Þessu til sönnunar set ég hérna eina mynd af forsetanum þar sem hann veitir JÁJ útflutningverðlaun Íslands. Sennilega voru það útflutningar á peningum í skattaskjól sem hann fékk verðlaunin fyrir.
Lestu þig svo betur til Svavar minn í fræðunum, greinilegt að einhver hefur afvegaleitt þig í því að gera mun á réttu og röngu.
Sigurður Sigurðsson, 29.7.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.