Andskotans lygari - afsakið orðbragðið !!!
13.11.2009 | 18:38
Hvernig dettur manninum í hug að venjulegur Íslendingur, með greindarvísitölu yfir 50, geti trúað annarri eins lygaþvælu og þessari ??
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var og er kúgunartæki Breta og Hollendinga í Icesave deilunni, um það verður ekki deilt.
Nú verður Alþingi að standa saman og fella Icesave frumvarpið - ég skora á þá þingmenn VG sem eftir eru með smá hugsun, að fella þennan samning.
Þá verður fróðlegt að sjá viðbrögð AGS - svo sannarlega er ég viss um að aftur fari allt í hnút. En við eigum að berjast fyrir rétti íslenzku þjóðarinnar í þessu máli - til síðasta blóðdropa - ef með þarf !!!
Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta sem þú segir hér segir í raun allt:
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var og er kúgunartæki Breta og Hollendinga í Icesave deilunni, um það verður ekki deilt.
Birgir Viðar Halldórsson, 13.11.2009 kl. 19:48
Sæll Birgir, og afsakaðu orðbragðið í færslunni að ofan, ég lét það nú samt flakka þar sem ég varð svo reiður af að lesa þessa fyrirsögn.
Að sjálfsögðu á maður ekki að bölva hérna, vona að stjórnendur bloggsins fyrirgefi mér ??
En mér finnst alveg stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki sjá þetta - þessi frétt hlýtur bara að hreyfa við einhverjum efasemdarmönnum, sem þó ætluðu að greiða Icesave samningnum atkvæði sitt ??
Sigurður Sigurðsson, 13.11.2009 kl. 19:54
Sammál síðustu ræðu mönnum. Maður fær bara hlandhroll yfir heimsu þessa manns. Hvað heldur hann að Íslenskur almenningur sé. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 19:55
Strákar mínir !
Það nægir engan veginn að þið sjáið blekkingarnar réttum augum.
Eigum við virkilega að trúa að flokkar sem kenna sig við alþýðuna - ætli að láta alþýðu þessa lands, greiða skuldir EINKAbanka ??!
Aðeins VEXTIRNIR EINIR á Icesave verða um 100 MILLJÓNIR Á D A G !!
"Fram þjáðir menn í þúsund löndum" sungu Össur og Árni Þ., fyrir nokkrum dögum með kreppta hnefa.
Við segjum: FRAM ÍSLENSK ÞJÓÐ - STÖÐVUM ÞESSI LANDRÁÐ SAMFYLKINGARINNAR OG HLUTA VINSTRI GRÆNNA !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 20:56
Já er ekki kominn tími fyrir aðralotu í pottaslætti. Það verður að koma þessu aftuhaldsfólki sem ekkert sér nema iðagræntún (sennilega verður okkur beitt á þessi tún) og skatt á skatt ofan frá með öllum ráðum og það í gær. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:40
sammála þér Sigurður
Jón Snæbjörnsson, 16.11.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.