Borgið þið skuldirnar ykkar strax - þá er hægt að tala saman !!!
16.11.2009 | 20:09
Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar, sem nú á Haga, að helstu skuldafeðgar samfélagsins greiði strax upp skuldirnar við bankann. Ekkert rugl um einhverja skuldbreytingu og framlengingu og hvað þetta bull allt heitir sem þeir hafa stundað alla tíð og á stóran þátt í hruninu.
Nei, bara borga upp í topp og málið dautt !!!!
Munu ekki þurfa að afskrifa neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju? Er eitthvað sem kallar eftir því að fyrirtækið sé gert upp? Ef áframhaldandi rekstur nær að standa undir skuldbindingum félagsins og ekkert verður afskrifað er engin ástæða til gera það gjaldþrota. Þá fyrst þyrfti að afskrifa skuldbindingar þeirra sem tapaðar kröfur.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 17.11.2009 kl. 11:17
Hvað hefur verið afskrifað af skuldum feðganna upp á síðkastið ? Þeir settu banka á hausinn (Íslandsbanka ef þú skyldir ekki muna það), Baugur er gjaldþrota o.s. frv.
Og hvernig dettur þér í hug að Bónus og Hagkaup geti greitt af 60 þúsund milljón króna láni ??
Það er bara ekki fræðilegur möguleiki !!!
Sigurður Sigurðsson, 17.11.2009 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.