Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Frá spillingu til spillingar
6.1.2009 | 08:46
Kallinn hoppar á milli spillingarflokka, annarsvegar flokksins sem haldið hefur hlífiskildi yfir Baugsveldinu, yfir í flokkinn þar sem útrásarvíkingarnir réðu öllu.
Ætli hann endi ekki á Bessastöðum ??
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáum við eitthvað að vita ??????
3.1.2009 | 21:17
Getur verið að einhvern tímann á næstunni fái almenningur í landinu að vita hvað verið er að rannsaka. Væri ekki ráð að segja frá því hverjar grunsemdir rannsakendanna eru. Það myndi friða almenning a.m.k. í bili. Þetta óvissuástand er algerlega óþolandi.
Hvernig gengur t.d. með rannsóknina á fjármagnsflutningunum frá gamla Kaupþing til útlanda ?? Er ekki hægt að upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann, hvort verið var að færa peninga til starfsmanna bankans, vildarviðskiptavina, alþingismanna - eða til aðila tengda þeim, til yfirmanna stofnana ríkisins, auðmanna (t.d. Jóns Ásgeirs, Finns Ingólfssonar, Ólafs Ólafssonar, Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más, Kristjáns Arasonar, eða annarra aðila. OG ÞÁ HVERRA ??? Eru þetta aðilar tengdir gömlu framsóknarmafíunni ???
Við verðum að fá að vita hverjir eiga þessa leynireikninga erlendis ??? Það er krafa almennings að fá að vita hverjir þetta eru - NÚNA
Rannsaka fjárfestingar sjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8 ára barn ? - Skammist ykkar
3.1.2009 | 13:23
Vil nú taka fram að ég er hlynntur friðsamlegum mótmælum. Að sjálfsögðu. En í öllum bænum reynið nú að hlífa börnunum, mótmælendur. Ekki fara niður á þetta lágkúrulega plan. Hvað segir Hörður Torfason um þetta, finnst honum þetta sjálfsagt. Lærði hann ekkert af því einelti sem hann varð fyrir á sínum tíma og þurfti að flýja land.
Vonandi tekur Hörður, sem skipuleggjandi mótmælanna, nú í taumana og kemur í veg fyrir þetta.
Mótmælaróður hertur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |