Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Hrafnseyri við Dýrafjörð ??
18.6.2010 | 08:44
Er það ekki stórmerkilegt að forsætisráðherra þjóðarinnar, sem fenginn er til að halda ræðu undir styttunni af sjálfum Jóni Sigurðssyni, skuli ekki vita við hvaða fjörð Hrafnseyri stendur ?
Og eftir allt klúðrið sem á undan er gengið hjá blessaðri konunni, þá er alveg sérstaklega aumkunarvert að láta taka sig svona í bólinu í fáfræðinni.
Aumingja íslenzka þjóðin segi ég nú bara, að hafa í brúnni jafn aumkunarverðan skipstjóra og Jóhanna Sigurðardóttir er !!!
Engin ágreiningsmál - hvað segir það okkur um Samfylkinguna ??
4.6.2010 | 11:21
Þetta sýnir nú bara hverskonar bull er hér í gangi. Enda er grínbragurinn farinn af þessu framboði og nú tekur alvaran við.
Skelfilegt að Besti flokkurinn skuli leiða besta svæfingalækni landsins (án svefnlyfja) til valda í borginni. Leiðinlegri stjórnmálamaður fyrirfinnst ekki á norðuhveli jarðar.
![]() |
Hillir undir meirihluta í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |