Heilög Jóhanna - móðir andvana ríkisstjórnar

Var að hlusta á fréttirnar áðan og 3 hlutir vöktu eftirtekt mína:

1)  Össur og Kolbrún (líffræðingurinn og hvíslarinn) algerlega ósammála um álverið og leggja sinn hvorn skilninginn í málið.  Heilög Jóhanna segir að Össur hafi rétt fyrir sér.

2)  Steingrímur (jarðfræðingur) vill ólmur komast í myntbandalag með Norðmönnum, og sendinefnd á vegum frænda okkar er á leiðinni til landsins til að forða okkur frá ESB  ruglinu (þar er ég sammála SJS).  En viti menn, Jóhanna verkstjóri er algerlega ósammála og telur okkur betur borgið í faðmi hrynjandi Evrópubandalags þar sem allt er á leiðinni norður og niður.  Semsagt bullandi ósamkomulag í ríkisstjórninni á 2 starfsdegi hennar.

Niðurstaða:

Þessi stjórnarslit af hálfu Samfylkingarinnar snerust eingöngu um það að komast í forsætisráðherrastólinn til þess að geta náð fram hefndum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gagnvart Davíð Oddssyni, sem svo eftirminnilega pakkaði henni saman í kosningunum 2005. 

En það sem verra er er að þau hafa ekki ennþá áttað sig á því að það er ekki hægt að reka mennina úr embætti nema veita þeim áminningu fyrst eða þá að þeir hafi brotið verulega af sér í starfi.  Og núna snýst málið um það að biðja þá - vinsamlegast - um að stíga til hliðar, af því að það sé ÞJÓÐARVILJINN ??????????????????????

Þetta rugl allt saman á eftir að kosta þjóðina hundruðir milljóna, og allt gert í nafni útrásarklappstýrunnar á Bessastöðum.

Ég bíð ennþá eftir því að ofbeldissinnaðir mótmælendur skutlist nú úr 101 og fjölmenni til Bessastaða og grýti þar Bónuseggjum í embættisbústaðinn.  Sjáum til hvar Hallgrímur "bónus" Helgason og Hörður Torfason mótmæla næst !!!!!!!!!!!1


Tvískinnungur Steingríms umhverfissinna - Hvað mengar Volvoinn mikið ??

Merkilegt að sjá þetta skrípaleikrit nýja fjármálaráðherrans.  Minnir um margt á athyglissýkina í Jóni Baldvin á sínum tíma.

Og nú spyr ég umhverfissinnaða fjármálaráðherrann og vinstri sinnann:

1)  Hvað eyðir sænska Volvo druslan sem þú mættir á við stjórnarskiptin ?

2)  Hvað mengar þessi bíll mikið - vinsamlegst gefið upp í CO2 ?

3)  Hvað fékk þessi haugur margar stjörnur í NCAP árekstrarprófi - eða var yfir höfuð búið að finna það upp ??

4)  Eru 3ja punkta öryggisbelti í þessu skrapatóli  ??

 

Það er með ólíkindum að maðurinn skuli mæta á þessu með svona "show-off". 

Aldeilis samkvæmur sjálfum sér jarðfræðingurinn og umhverfissinninn !!!!!!!!!!!!!!


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða einkunn fær Gylfi fyrir störf sín hjá Samkeppniseftirlitinu ????

Gylfi Magnússon sagði af sér stjórnarformennsku Samkeppniseftirlitsins í gær

- Nýr stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins skipaður á næstu dögum ásamt nýrri stjórn FME

Ég verð nú að koma þessu að, þetta var tekið frá Vísi.is og bið ég mbl.is afsökunar á því.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvað mótmælendur gera núna, ætla þeir að sætta sig við að fyrrverandi stjórnarfomaður Samkeppniseftirlitsins, sem í raun hefur verið HANDÓNÝTT APPARAT frá stofnun þess, sé nú orðinn viðskiptaráðherra í nýju kommastjórninni.

Menn hljóta að heimta þessa stjórn frá eins og hina fyrri, helmingurinn sat í fyrri stjórn og síðan er dustað rykið af mönnum sem greinilega unnu ekki sína vinnu í fyrra starfi.


Glæsilegur frambjóðandi

Sennilega óttast andstæðingar okkar Sjálfstæðismanna hann mest.  Enda er maðurinn bæði rökfastur og vel máli farinn. 

Til hamingju Sjálfstæðismenn með að eiga val um slíkan forystumann.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu strax farinn að afsaka þig - STEINRÍKUR

Mikið hlýtur fæðing þessarar samsuðu kommastjórnar þinnar að hafa verið erfið.  Þú ert algerlega búinn á því og byrjar ekki ráðherraferilinn glæsilega, með endalausum afsökunum.  Strax kominn í kosningaham þar sem þið munið heldur betur þurfa að kljást við Framsóknarflokkinn og Baugsklíkuna.

Enda ekki við öðru að búast, flokkur neikvæðra og útrásarspilltra komnir saman í stjórn með þegjandi samþykki glæpahyskisins úr gömlu framsókn.

Guð blessi íslenzku þjóðina.

 


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FARSI ÁRSINS !!!!!!!!! - ÞVÍLÍK VITLEYSA

Hvernig á nú að vera hægt að horfa upp á þennan hringlandahátt öðruvísi en að gráta.  Ef þetta leikrit átti að vera fyndið, þá mistókst það hrappallega.

Ég er farinn að hlakka til kosningabaráttunnar í vor.  Þá væntanlega kemur þessi bullandi ágreiningur allur upp á yfirborðið.

Kannski sem betur fer, ég held að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir nái meirihluta á Alþingi í vor.

 


mbl.is Framsókn fundar að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverskonar byrjun er þetta eiginlega ???

Maður á nú bara varla til orð yfir þetta rugl.

Það er eins og fólk sé að byrja í stjórnmálum, veit þetta hyski ekkert út á hvað þetta gengur ??

Alveg dæmigert fyrir 3ja flokka ríkisstjórn, þetta er ekkert annað, þar sem Framsókn setur hin ýmsu skilyrði.  Svona vinstrikommúnistastjórn verðum við að afþakka eftir kosningarnar í vor. 

Vinstri mönnum er greinilega alls ekki treystandi, hvort sem það er í sveitarstjórnar- eða landsmálum.

 


mbl.is Samfylking beitti klækjabrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því miður Skotar, ósk ykkar verður ekki uppfyllt !!!!

Við Íslendingar viljum fá að halda fullum yfirráðarétti yfir auðlingum okkar til sjávar og sveita. 

Þau skilyrði eru óaðgengileg af hálfu ESB.

Útkoman úr þessari þríliðu er að við göngum EKKI í ESB. 

Þannig að skoskum sjómönnum verður ekki að ósk sinni, sem betur fer fyrir okkur Íslendinga.

 


mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið fæðing - hefur það með eitthvað að gera með verkstjórnina ????

Er framsóknarflokkurinn að renna á rassgatið með stuðninginn við þetta kommabandalag ?  Það virðist vera miðað við nýjustu fréttir.

Afskaplega hefur Sigmundur Davíð hlaupið á sig núna, vildi baða sig athygli í kjölfar formannskosningar, en sér núna að hann hefði betur haft hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi. 

Vonandi hafa þeir framsóknarmenn vit á því að bakka með þennan stuðning  !!!!!


mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama um þetta sorprit ???

Er ó(Hreinn) að fara á hausinn með þetta drasl ???


mbl.is DV hættir útgáfu á mánudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband