Er ÓRG forseti íslenzku þjóðarinnar eða útvalins hóps ??

Í dag kemur í ljós hvort Ólafur Ragnar Grímsson lítur á sig sem forseta íslenzku þjóðarinnar eða hvort hann er hagsmunagæzluaðili tiltekins hóps í samfélaginu, sem ég vil leyfa mér að kalla útrásardólgana og aðila tengda þeim. 

Allir eru útrásardólgarnir þeirrar skoðunar að kvittað skuli undir þennan ógæfusamning sem Icesave er.  Og þetta eru sömu mennirnir sem greiddu háa styrki til rannsókna í Háskóla Íslands.  Rannsóknin beindist helzt að því að staðreyna hvað þeir væru sjálfir miklir snillingar og varð niðurstaða rannsóknarinnar í fullu samræmi við ætlaðan tilgang hennar, eins og heyra mátti á einhverjum Snjólfi prófessor á Rás 2 í morgun. 

Ég verð að viðurkenna að ég þurfti að sleppa stýrinu á leiðinni í vinnuna og bíta mig fast í handlegginn til að kanna hvort þetta væri draumur !!

En nú er semsagt komið að ögurstundu hjá ÓRG, forseta vorum.  Mun hann fara að vilja 70% þjóðarinnar og hafna Icesave lögunum og þar með halda hagsmunum íslenzku þjóðarinnar á lofti um sinn, eða mun hann fara að vilja örfárra einstaklinga, sem með skipulögðum áróðri hafa náð slíku tangarhaldi á Samfylkingunni að öll gagnrýnin hugsun er þar á bak og burt.  Svo ekki sé nú talað um þann snúning í 180 gráður sem Steingrímur - oft nefndur Skattgrímur - hefur tekið í málinu. 

Enginn íslendingur mun skilja það til fulls hvað gerðist í heilabúi þess manns, en það hlýtur nú að verða verðugt rannsóknarefni fyrir læknadeild HÍ í framtíðinni !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég held, að ef svo ólíklega vill til að Ólafur muni neita að staðfesta, þá muni hann um leið segja af sér.

Annars held ég að hann staðfesti. kv.

hilmar jónsson, 5.1.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Hilmar og gleðilegt nýtt ár !!

Já sennilega mun hann staðfesta lögin, en engu að síður ætti maðurinn þá að segja af sér þar sem hann gengur gegn vilja 70% þjóðarinnar.

Hann er ekki sameiningartákn þjóðarinnar - því miður !!

Sigurður Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 09:18

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleðilegt nýtt ár Sigurður.

hilmar jónsson, 5.1.2010 kl. 09:24

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað sem hann gerir á hann að drífa sig í burtu og taka kellinguna með sér

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband