TRÚVERÐUGLEIKI - JÁ SÆLL
18.11.2008 | 21:39
Þegar Ingibjörg talar hér um að Davíð skuli víkja til að trúverðugleiki geti skapast, þá veit ég ekki hvort ég á að hlæja, gráta eða skrá mig í meðferð. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að það sé verið að segja sannleikann, þegar Össur og Björgvin halda því fram að þeir hafi ekki vitað neitt. Þeir komu bara af fjöllum eins og jólasveinarnir. Að sjálfsögðu vissu þeir um þessa stöðu bankanna, þeir hafa setið marga fundi með ISG á þessu tímabili og hérna opinberast enn og aftur ómerkileg lygi af hálfu þeirra sem slíku halda fram. Hættið að ljúga og segið fólkinu SANNLEIKANN.
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.