Stórábyrgð Samfylkingarinnar

Enn og aftur er það hér upplýst að meðvitundarleysi Samfylkingarinnar er algert.  Formaður flokksins hefur upplýst að hún hafi setið 6 fundi með Seðlabankastjóranum, þar sem við þessu var varað.  Ef Björgvin er ekki með svartan blett á tungunni, þá hlýtur málum að vera svo komið að Ingibjörg Sólrún hefur ekki sagt sínum eigin ráðherra frá þessum áhyggjum Seðlabankastjórans.  Fyrir mér er þetta dæmi um algert meðvitundarleysi, sem ég er nú farinn að hallast að að sé gert af ásettu ráði.  Getur verið að ánetjun draumsins um Himnaríki (sem ég vil nú frekar líkja við hið gagnstæða) ESB, sé orðin svo sterk, að allar aðvörunarbjöllur hagkerfis landsins megi bara klingja, krónan skal víkja hvað sem það kostar og þjóðin skal teymd á asnaeyrunum þarna inn.  Þessu verður ISG að gjöra svo vel og svara.  Þjóðin á heimtingu á því.

 


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú aflar þér engra vinsælda með svona skoðunum!  En e.t.v. má spyrja þessara spurninga?

Bárður (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þakka þér fyrir ábendinguna Bárður.  Málið er bara að ég er ekki hérna til að afla mér vinsælda.  Mér finnst þetta góður vettvangur til að viðra skoðanir mínar.  Fyrir mér er heiðarleiki og sennleikur meira virði en vinsældir í skoðanakönnunum.  Gagnrýnin umræða getur ekki bara snúist um Davíð Oddsson. 

En gagnrýnin umræða er hinsvegar forsenda allra framfara.

Sigurður Sigurðsson, 4.12.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband