Vonin um að Davíð snúi til baka í pólitík
4.12.2008 | 12:22
Já, ekki að spyrja að, blessunin farin að styrkjast, sennilega eftir fréttirnar í morgun. Vonandi heldur hún áfram á sömu braut, landi og þjóð til mikillar farsældar. Eini maðurinn sem getur komið okkur úr þessu ástandi er að sjálfsögðu Davíð Oddsson. Hann hafði, því miður, alltaf rétt fyrir sér. Þetta verður fólk bara að viðurkenna.
Krónan styrkist um 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg rétt. Endurkoma Davíðs í pólitík gæti bætt ástandið hér á landi. Það myndi kljúfa Sjálfstæðisflokkin í herðar niður og gera áhrif hans hér á landi mun minni en annars. Það myndi að sjálfsöðgu verða þjóðinni til heilla.
Sigurður M Grétarsson, 4.12.2008 kl. 12:52
Hættu þessu Davíð!
Við viljum þig ekki aftur
Grettir Asmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:53
Þú hefur lög að mæla þarna :-D. Það virðist alltaf enda eins, sama hvað maðurinn fær mikla gagnrýni og mótbárur á sig, alltaf stendur hann það af sér og alltaf skal það enda svoleiðis þegar öllu er á botnin hvolft að það var Davíð sem að hafði rétt fyrir sér.
Ég hef að vísu efast um að hann sé skipstjóri á réttu skipi í dag en í pólitíkini á hann heima og ég vil fá hann aftur þangað, enda var Davíð besti stjórnmálaleiðtogi sem við íslendingar höfum átt.
Við skulum ekki gleyma því að hrunið kom ekki fyrr en Davíð hætti og í pólitík fór í seðlabankann, og sú stofnun hefur sáralítið með hrunið að gera.
Axel (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:02
mér blöskrar að heira þig fullyrða að Davíð hafi verið séður allan tímann, Ertu eithvað rugluð manneskja!!! Prófaðu að fara út úr húsi og lýttu í kring um þig, þá sérðu ástandið sem Davíð vissi allan tíman að myndi koma og hvað hefur hann gert? Ekkert! Ekkert nema eðileggja meira fyrir, það er ekki að ástæðulausu að þorri þjóðarinnar vill hann burt, það er ekki af því að þorri þjóðarinnar er bara svo vitlaus og veit ekki hvað hann er að biðja um. Það er fólk eins og þú kæri dálkahöfundur sem verðið að fara opna augun og sjá að það er, hefur, og verður ekkert í lagi í fjármálum landsins með hann í Davíð í brú seðlabankans. Þetta veit þorri Íslendinga!
Egill Örn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:15
Davíð segist vita hvað varð þess valdandi að hryðjuverkalögum var beitt til að frysta eignir bankanna í Bretlandi, en hann neitar að segja frá og ber við bankaleynd. Er Davíð kannski bara að drepa málinu á dreif, því rétta ástæðan stendur honum e.t.v. nær?
Árið 1999 þegar Davíð var forsætisráðherra voru sett gölluð lög á Alþingi. Samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins nr. 94/19/EC um innstæðutryggingar (grein 7) átti að leggja til hliðar að lágmarki 90% af innistæðum allt að 20.000 evrum í svokallaðan tryggingasjóð sem nú er orðinn alræmdur. Þessa tilskipun bar Alþingi að innleiða í landslög samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, en við þá vinnu virðist sem trygginarhlutfallið hafi eitthvað skolast til. Í frumvarpi Finns Ingólfssonar þáverandi viðskiptaráðherra til laga um innistæðutryggingar, 6. gr. stendur: "Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna". Þrátt fyrir ýmsar aðrar breytingar fór þetta tiltekna ákvæði óbreytt með frumvarpinu í gegnum sínar þrjár umræður með viðkomu í efnahags- og viðskiptanefnd sem leitaði álits fjölda aðila þar á meðal Seðlabankans. Í atkvæðagreiðslu var frumvarpið að lokum samþykkt einróma af öllum viðstöddum þingmönnum og varð að lögum nr. 98, 27. desember 1999.
Þarna ber himinn og haf á milli en bankarnir fylgdu að sjálfsögðu þessari 1% reglu, eins og fram kemur á vef tryggingasjóðsins þá var inngreiðsluhlutfall í árlok 2007 reyndar undir þessum mörkum. IceSave málið var metið á 640 milljarða og 1% af því eru 6,4 milljarðar, sé hinsvegar miðað 90% regluna hefði átt að greiða allt að 576 milljarða í sjóðinn. Mismunurinn er u.þ.b. 570 milljarðar í mesta lagi miðað við að allir reikningar séu bættir að fullu, en samanlögð bótafjárhæð er reyndar eitthvað lægri vegna 20.000 evru hámarks pr. kennitölu. Hvernig sem á það er litið er samt um að ræða mismun upp á hundruðir milljarða sem ekki var til innistæða fyrir í bótasjóðnum. Á heimasíðu sjóðsins segir að "Ef slík staða kæmi upp þá hefur stjórn sjóðsins heimild til að taka lán." Hvergi kemur fram hvernig það skuli framkvæmt, og undir þeim kringumstæðum sem sköpuðust á seinni hluta ársins 2008 var hvort eð er ekki um neina lánveitendur að ræða nema Seðlabankann sem "lánveitanda til þrautavara". EES-tilskipunin bannar hinsvegar að inngreiðslur í tryggingasjóðinn séu í formi ríkisábyrgðar og útilokar þannig lánveitingu með útgáfu ríkisskuldabréfa, og því hefði eini möguleikinn verið að lána þetta í reiðfé (Evrum). Eins og nú hefur komið fram þá átti Seðlabankinn hinsvegar ekki svona mikinn gjaldeyrisforða og því var niðurstaðan tæknilega sú að Seðlabanki Íslands var orðinn gjaldþrota! Vegna galla í lögum sem voru sett í stjórnartíð Davíðs sjálfs.
Þegar banki fer á hausinn þá er eðlilegt að bankastjórarnir sem stýrðu honum á hliðina séu látnir fara, ekki satt? Það þurftu bankastjórar einkareknu bankanna þriggja a.m.k. að sætta sig við þó þeim þætti það súrt í broti. Bankaleyndin sem Davíð ber fyrir sig á því líklega við um þessa afleitu stöðu Seðlabankans, enda veit hann sjálfsagt upp á sig þessa brottrekstrarsök. Svo kennir hann núverandi ríkisstjórn um að hafa ekki hlustað aðvaranir sínar, jafnvel þó rót vandans megi að miklu leyti rekja til mistaka sem hann sjálfur gerði við einkavæðingu bankanna og áðurnefnda lagasetningu. Dæmigerð smjörklípa, en við megum nú ekki láta blekkja okkur svona auðveldlega!
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.