Össur hræðist stigmagnandi ESB andstöðu
5.12.2008 | 13:01
Aumingja Össur, enn og aftur þykist hann ekkert muna og hér birtist enn og aftur meðvitundarleysi hans við stjórn mála. Auðvitað á ábyrgur stjórnmálamaður að vera fyrir löngu búinn að gera sér grein fyrir því í hvert stefndi. Ekki átti Davíð að labba með þetta allt saman og troða því í kokið á honum. Þetta var nú einu sinni formaður Samfylkingarinnar og með þann bakgrunn ætti maðurinn að gera rannsakað hlutina sjálfstætt og á sínum eigin forsendum. Næsti maður á bás við hann er bankamálaráðherrann, samflokksmaður Össurar. Ég skil bara ekki hvað við erum að gera með svona fugl í ráðherraembætti. Mér líst ekki á framhaldið ef hann verður iðnaðarráðherra eitthvað áfram.
Mér finnst þessi gagnrýni öll á Davíð frá Samfylkingunni bera þess merki að þau hræðist það sem ég upplifi hér á bloggheimum, mjög stígandi og ört vaxandi andstöðu við aðild Íslands að ESB.
Eitthvað rotið í Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
uhh, það er Geir H Haarde sem ekkert man. Ég er ekki frá því að þú sért ekki með á nótunum
Diesel, 5.12.2008 kl. 13:11
Ég er ekki frá því að ég sé sammála síðasta ræðumanni...Mér finnst þú bara ekkert með á nótunum :)
Áddni, 5.12.2008 kl. 13:19
Eða kannski er bara eitthvað rotið í seðlabankanum?
Ellert Júlíusson, 5.12.2008 kl. 13:19
Sælir strákar mínir og takk fyrir kommentin. Jú, eflaust á margt rotið eplið eftir að koma upp úr hattinum. Össur virðist nú samt vera frekar ómeðvitaður um það sem hefur verið að gerast - greinilega. Þó var hann nú maðurinn sem kom öllu af stað milli Davíðs og Baugsveldisins á sínum tíma. Við skulum ekki gleyma því að það var hann sem óskaði eftir svörum frá þáverandi forsætisráðherra um markaðseinokun Baugs. Þá virtist hann vera vel með á nótunum, en í dag veit maðurinn bara ekki neitt.
Hefur hann ekki lesið ræður og rit Seðlabankans - ég er búinn að skoða þessar ræður síðan 2006 og ef þau varnaðarorð sem þar koma fram eiga ekki að kveikja á perunni í höfði mannsins, nú þá er bara eitthvað að. Sennilega fer hann ekki nógu snemma að sofa á kvöldin. Þyrfti að vera kominn í rúmið fyrir kl. 22
Sigurður Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.